Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018SJÁVARÚTVEGUR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöll-
um 18. júlí síðastliðinn var samþykkt
að ríkið léti 3,5 milljarða króna
renna til hönnunar og smíði nýs haf-
rannsóknaskips. Nýja skipið kemur í
stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæ-
mundssonar RE
030, sem smíðað
var árið 1970 og
þykir komið mjög
til ára sinna. Haf-
rannsóknastofn-
un mun halda
áfram að nota
Árna Friðriksson
RE 200, sem er
mun yngra skip,
smíðað árið 2000.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
Hafró, segir 3,5 milljarða króna
framlagið dreifast á næstu þrjú ár.
„Á næsta ári fær stofnunin 300 millj-
ónir sem ráðstafað verður í hönnun
og útboðsvinnu. Afgangurinn af upp-
hæðinni skiptist síðan jafnt á næstu
tvö árin þar á eftir og á að standa
undir smíði skipsins. Nýtt rann-
sóknaskip á því að vera tilbúið árið
2021.“
Skip sem mæðir mikið á
Hafrannsóknastofnun hefur lengi
beitt sér fyrir því að smíðað yrði nýtt
skip. „Bjarni Sæmundsson er tæp-
lega fimmtíu ára gamalt fley og á
undanförnum árum höfum við senni-
lega reitt okkur meira á þetta gamla
skip en við ættum, og notað í mis-
jöfnum veðrum úti á sjó. Þá er skipið
ekki lengur áreiðanlegt og gerði
okkur skráveifur í fyrra svo að rann-
sóknarleiðangrar röskuðust – og það
er ekki gott,“ segir Sigurður. „Við
höfum ráðist í einhverjar klassanir
til að láta hann duga lengur en alltaf
hefur dregist að taka þessa ákvörð-
un sem núna er loksins komin.“
Mikið mæðir á skipum Hafrann-
sóknastofnunar og segir Sigurður að
á síðasta ári hafi skipin tvö verið á
sjó um það bil 200 daga hvort um sig.
„Við höfum líka leigt skip í ákveðin
verkefni eins og stofnmælingar á
botnfiski en stöndum núna frammi
fyrir því að útgerðirnar hafa fækkað
hjá sér skipum og eru síður aflögu-
fær um skip til að leigja okkur til að
nota við rannsóknir og því er enn
brýnna að stofnunin eignist nýtt og
gott rannsóknaskip.“
Hafrannsóknastofnun þarf á öfl-
ugu skipi að halda enda er rannsókn-
arsvæði stofnunarinnar hafsvæði
sem er átta sinnum stærra en Ís-
land. Verkefni Hafró eru af ýmsum
toga og segir Sigurður að mikilvægi
vandaðra hafrannsókna fari bara
vaxandi. „Krafan um góðar rann-
sóknir hefur aldrei verið meiri, enda
eru miklar breytingar að eiga sér
stað í hafinu. Afleiðingarnar sjáum
við t.d. í nýjum stofnum, eins og
makrílnum sem kom inn í íslenska
lögsögu á mjög góðum tíma, en hef-
ur kallað á meiri mælingar. Norsk-
íslenska síldin hefur líka sem betur
fer náð sér á strik, og kallar einnig á
frekari mælingar.“
Hljóðlátt og umhverfisvænt
Sigurður segir Hafrannsókna-
stofnun hafa nokkuð skýra hugmynd
um hvers konar skip þurfi að smíða.
„Í gegnum tíðina höfum við hleypt
af stað minniháttar undir-
búningsvinnu vegna smíði nýs skips
og mun það nýtast okkur vel í því
ferli sem er fram undan,“ útskýrir
hann.
Nýja skipið verður fjölnota skip:
„Það þarf að geta stundað hefð-
bundnar hafrannsóknir, mælt um-
hverfisþætti, tekið sýni o.s.frv., en
þarf einnig að geta togað bæði botn-
og flottroll, og vera búið full-
komnum bergmálstækjum. Í berg-
málsmælingum eru gerðar
ákveðnar hljóðkröfur því hljóðið frá
skipinu má ekki fæla fiskinn frá, og
verður rannsóknaskipið að vera
hljóðlátara en venjuleg veiðiskip.“
Á Sigurður von á að nýja skipið
verði ögn smærra en Árni Frið-
riksson RE. „Það verður sennilega
ekki mjög augljós munur á nýja
skipinu og Árna Friðrikssyni en þó
hafa orðið framfarir í rannsóknar-
tækjum og má reikna með að tækn-
in um borð verði töluvert fullkomn-
ari en hún var þegar Árni
Friðriksson var smíðaður fyrir tæp-
um tveimur áratugum. Vélar eru
líka orðnar sparneytnari og um-
hverfisvænni, og lögun skips-
skrokka hefur verið að breytast þó
að sumum þyki það ekki hafa gert
skipin fallegri, jafnvel þó að nýja
lögunin skapi ýmsa jákvæða eig-
inleika. Það á samt eftir að koma í
ljós hvaða form hentar best, og alls
óvíst á þessu stigi hvort nýja rann-
sóknaskipið verður í laginu eins og
„blöðrutogari“ eins og það er kall-
að.“
Með nýju skipi ættu líka að skap-
ast tækifæri til að bæta rannsókn-
irnar. Segir Sigurður að þó svo að
rannsóknarbúnaðurinn og -aðferð-
irnar séu í grunninn þær sömu á
nýja skipinu og þeim gömlu ætti að
vera hægt að nota nýja rann-
sóknaskipið í verri veðrum. „Ef-
laust verða minni tafir með nýju
skipi og við ættum að geta haldið
fyrr út og verið lengur að þrátt fyrir
veður. Munar um þetta t.d. við
loðnumælingar sem fara fram í jan-
úar þegar veðrið er með versta
móti, og oft ekki langir veð-
urgluggar sem við höfum haft til að
mæla.“
Nýtt skip mun bæta rannsóknir
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nýtt hafrannsóknaskip
verður tilbúið árið 2021 og
ætti m.a. að auðvelda
rannsóknir á þeim tímum
árs þegar veðurfar er ekki
með besta móti. Vélin
verður hljóðlát og fullkom-
inn mælingabúnaður um
borð.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sigurður býst við að nýja skipið verði ögn smærra en Árni Friðriksson RE.
Sigurður
Guðjónsson
Í nýju skipi Hafrannsóknastofnunar má reikna með að allur aðbúnaður
áhafnar og rannsóknafólks verði betri. Rannsóknaskipin þurfa að rúma
stóra áhöfn og segir Sigurður að í stærstu leiðöngrum Hafró geti verið allt
að 40 manns um borð. „Rannsóknarbúnaði og starfsfólki er skipt út eftir
því hvað er verið að skoða hverju sinni. Í hefðbundnum hafrannsóknum
eru gerðar efnafræðilegar mælingar, s.s. á seltu, og greiningar á plöntu-
og dýrasvifi undir smásjá, en þegar komið er í rannsóknir á sjálfum fisk-
inum færist vinnan niður í lest og vinnuskilyrðin verða blautari.“
Þá á eftir að finna nafn á nýja skipið. Sigurður segir það ekki endilega
vera reglu, en að skipin tvö sem stofnunin notar í dag heiti eftir íslenskum
náttúrufræðingum og hafi svipuð hefð skapast við val á nöfnum hafrann-
sóknaskipa í nágrannalöndunum. „Bjarni Sæmundsson var merkilegur
náttúrufræðingur, kenndi lengi við Menntaskólann í Reykjavík og var
frumkvöðull á sviði fiskirannsókna á Íslandsmiðum. Árni Friðriksson var
síðan einn af fyrstu fiskifræðingum landsins, og var m.a. forstöðumaður
Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans, forvera Hafrannsóknastofnunar,“
útskýrir Sigurður.
Sigurður fæst ekki til að leggja til eitt nafn umfram önnur. „Það væri
vissulega gaman að fá kvenmann til sögunnar en það gæti orðið erfitt því
eins og þjóðfélagið var þegar hafrannsóknir voru að hefjast hér á landi
var þetta fræðasvið aðalega skipað karldunkum,“ segir hann. „Það hefur
verið rætt hér innanhúss, bæði í gamni og alvöru, hvort efna ætti til sam-
keppni um nafn á nýja skipið en eins og dæmin sanna geta menn stund-
um lent í ógöngum með þennig keppnir og er skemmst að minnast þess
þegar almenningur vildi gefa breska vísindaskipinu RRS Sir David Atten-
borough nafnið Boaty McBoatface.“
Velja þarf gott nafn á nýja skipið
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE var smíðað fyrir hálfri öld í Þýska-
landi. Aldurinn er farinn að segja til sín og kominn tími til að leggja Bjarna.