Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 14
Það að lenda í erfiðri lífsreynslu þekkja margir, það eru mörg áföll sem geta dunið á ein- staklingum og er mikilvægt að geta unnið með þau, áttað sig á því hvað gerðist og síðast en ekki síst reynt að koma í veg fyrir endurtekningu. Hægt er að flokka áföll niður með ýmsum hætti, en ein skilgreining áfalla er að þar komi fram sterk streituviðbrögð við óvæntum eða skyndilegum atburðum. Undir þetta flokkast náttúruhamfarir ýmiss konar, slys líkt og umferðar- slys eða vinnuslys, og áföll af mannavöldum þar sem má nefna andlegt, líkamlegt og kynferðis- legt ofbeldi. Þá er rétt að benda á að mikið álag um lengri tíma líkt og einelti, ítrekað heim- ilisofbeldi, óöryggi líkt og við stríðsátök og margt fleira getur einnig framkallað líkamleg sem og andleg einkenni. Iðulega upplifir fólk að öryggi þess sé með einhverjum hætti ógnað og að það missi stjórn á aðstæðum eða geti ekki brugðist við þeim. Upplifunin og þá einnig eftirstöðvar eftir áfallið eru að einhverju leyti í samhengi við styrk þess. Það má taka sem dæmi að atburður þar sem bráð lífshætta steðjar að skapi sterkari við- brögð en næstum því slys eðli málsins samkvæmt. Mjög mikilvægt er að átta sig á því að áfallastreituvið- bragð er eðlilegt í sjálfu sér, en ef þær til- finningar, einkenni og líðan sem fylgja áfallinu hverfa ekki er skynsam- legt að leita sér aðstoðar. Sálrænn stuðningur er þó mikilvægur strax í upphafi svo koma megi í veg fyrir að einkenni festist í sessi, en þá er oft talað um áfalla- streituröskun. Ákveðinn samhljómur er með því hvernig unnið Eftirstöðvar áfalla er með þá einstaklinga sem hafa lent í áföllum og í framhaldi rösk- unum ýmiss konar þeim tengdum. Kvíði og þunglyndi, lágt sjálfsmat og jafnvel að viðkomandi kenni sér um það sem á undan hefur gengið eru algengar birtingarmyndir, sér- staklega ef um er að ræða andlegt og kynferðislegt ofbeldi. En slíkt getur þó auðvitað einnig tengst öðrum áföllum. Ýmis líkamleg ein- kenni geta fylgt og rannsóknir sýna að heilsufari þeirra sem hafa lent í áfalli er líklegra til að verða ábóta- vant og að ævilengd þeirra jafnvel styttist, sérstaklega ef um ítrekuð áföll er að ræða. Vinir, ættingjar, viðbragðsaðilar, prestar, sálfræðingar, hjúkrunar- fræðingar og læknar koma í flestum tilvikum á einhvern hátt að stærri atburðum eins og til að mynda slys- um eða hamförum og þá tiltölulega skjótt á meðan önnur áföll kunna að grafa um sig án aðkomu þeirra mjög lengi. Dæmigert er að þar sem kann að fylgja skömm eða aðrar viðlíka tilfinningar séu þeir færri, ef nokkur, sem kemur að máli um lengri eða skemmri tíma. Lykilatriði er að einstaklingar sem hafa gengið í gegnum áföll geti fundið til trausts á þeim sem koma að uppvinnslu og meðhöndlun mála og að tekið sé á þeim með viðeigandi hætti. Það á við í samhengi við einelti, andlegt og líkamlegt ofbeldi og þá ekki síst kynferðislegt. H ildur Fjóla Ant-onsdóttir, dokt-orsnemi í réttar-félagsfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð, gerði víðtæka rannsókn á árunum 2008- 2009, ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnarsdóttur, þar sem þær fylgdu hverju einasta kynferðisbrotamáli eftir hjá lögreglunni. Hildur Fjóla vinnur nú að doktorsritgerð um upplifun þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum og hugmyndir þeirra um réttlæti. Hildur Fjóla segir að sein afgreiðsla kynferðisbrotamála innan lögreglunnar sé vel þekkt fyrirbæri. „Lögreglan ber það iðulega fyrir sig að ástæða hægrar afgreiðslu sé skortur á fjármagni og mannafla. Ég hélt að lögreglan hefði fengið innspýtingu fjármagns með nýrri ríkisstjórn. Það kom fram í ríkis- stjórnarsáttmála að það stæði til að fullfjármagna þessa aðgerðaáætlun sem samráðshópur innanríkis- ráðuneytisins gerði um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslu- kerfisins og lá fyrir árið 2017. Ég hélt að sú fjármögnun væri komin til skila,“ segir hún. Það er hlutverk lögreglunnar að afla allra nauðsynlegra gagna í mál- inu til þess að ákærandi geti tekið ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru eða ekki. Lögreglan getur þó ákveðið að hætta rannsókn ef ekki er talinn grundvöllur fyrir frekari rannsókn, eða vísað málinu frá. „Þarna tel ég að oft sé pottur brotinn. Stór hluti málanna stoppar hjá lögreglunni. Það eru margar og flóknar ástæður fyrir því en þegar ég var að taka viðtöl við fólk innan lögreglunnar á sínum tíma þá kom í ljós að þetta færi líka mikið eftir færni einstaklinga. Það getur einn- ig skipt máli fyrir framgang mála að rannsóknarlögreglumenn og aðstoðarsaksóknarar hafi trú á ein- staka málum sem og málaflokknum í heild.“ Brotaþolar úti í kuldanum Í kynferðisbrotamálum á Íslandi er litið á brotaþola sem vitni í eigin málum. Brotaþoli hefur enga stöðu í málinu og er ekki málsaðili og þar af leiðandi fær viðkomandi oft ekk- ert að vita um framgang málsins fyrr en ákveðið hefur verið hvort málið verður fellt niður eða gefin út ákæra. Ekki nema viðkomandi hafi sérlega duglegan réttargæslumann sem hefur reglulega samband við lög- reglu til að afla upplýsinga. „Staða sakborninga og ákærðra er afar sterk þar sem litið er svo á að þarna sé ríkið að fara gegn óbreyttum borgara og því þurfi við- komandi að geta varið sig og gætt hagsmuna sinna. En staða brota- þola er aftur á móti veik þar sem brotaþolar eru ekki aðilar að saka- málinu og hagsmunir þeirra ekki skilgreindir og tryggðir með sam- bærilegum hætti. Það er oft þannig að brotaþolar koma á lögreglustöð og kæra og síðan heyra þeir ekki neitt, vita ekki hvað er í gangi í lög- reglurannsókninni og hvort það sé búið að taka skýrslu af geranda eða ekki,“ segir Hildur Fjóla. „Þetta getur valdið gríðarlegu óöryggi hjá brotaþola sem hefur þá ekki forsendur til að gera per- sónulegar ráðstafanir ef þess þarf, til að mynda öryggisráðstafanir. Brotaþolar eru oft hræddir um að gerendur hefni sín á þeim fyrir það að kæra. Eins ef gerendur hafa sam- band við brotaþola er erfitt að meta stöðuna ef þeir vita ekki einu sinni hvort gerendur viti af kærunni eða hvort þeir hafi farið í skýrslutöku. Það að málin hafi formlega lítið sem ekkert með brotaþola að gera gengur ekki.“ Réttarstaða brotaþola er mun sterkari alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum fyrir utan Dan- mörku. Þar er litið svo á að aukin aðkoma brotaþola hjálpi til við að upplýsa málið. Myndir þú segja að það væri skref í rétta átt að breyta þessu og gera brotaþola að málsaðila? „Já, ég held að það sé eitthvað sem skiptir mjög miklu máli. Það myndi væntanlega gera kerfið aðeins skárra í það minnsta, að brotaþoli fái upplýsingar um framgang í eigin máli á ákveðnum tímapunktum og hafi einhverja aðkomu að því, bæði á stigi lögreglurannsóknarinnar og ef málið fer fyrir dóm. Þetta er eitt af þeim málum sem núverandi ríkis- stjórn hefur sett á oddinn.“ – gj Stór hluti málanna stoppi hjá lögreglu Það að málin hafi formlega lítið sem ekkert með brotaþola að gera gengur ekki. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði Iðulega upplifir fólk að öryggi þess sé með einhverjum hætti ógnað og að það missi stjórn á aðstæðum eða geti ekki brugðist við þeim. Upplif- unin og þá einnig eftirstöðvar eftir áfallið eru að einhverju leyti í samhengi við styrk þess. Teitur Guðmundsson læknir Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í fram- kvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víð- tækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðar- móttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæm- lega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á við- eigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætlun- inni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að fram- fylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðu- neytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bit- bein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“ Ekki þurfi áætlun til að framfylgja áætlun Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verk- efnið fært yfir í forsætisráðu- neytið. María Rut Kristinsdóttir TIlveran 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r14 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð 1 8 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 B -3 6 C 4 2 1 1 B -3 5 8 8 2 1 1 B -3 4 4 C 2 1 1 B -3 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.