Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 30
NJÓTTU VETURSINS Í DÁSAMLEGRI VETRARKÁPU Laugavegi 63 • Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.isSkipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Tónlistarmaðurinn Einar Indra hefur lengi verið hrifinn af verslunum sem selja notaðan fatnað. Hann hefur lengið keypt notuð föt í Spúútnik hér á landi og segist þefa uppi sambærilegar verslanir á ferða- lögum erlendis. „Ég hef ekki gaman af því að fara í fataverslanir og er um leið ekkert sérstaklega hrifinn af því að kaupa mikið af fötum. Frekar kýs ég að kaupa notuð föt en mér finnst fólk kaupa yfirhöfuð allt of mikið af drasli sem er stórt vandamál í heiminum í dag. Þó er ég mjög hrifinn af hönnun og til að mynda er íslenska merkið Aftur snilld því það sameinar endur- nýtingu og töff hönnun. Annars er ég mest hrifinn af fötum sem verða eins og annað skinn á manni. Þá þarf ég ekki að spá í það hverju ég klæðist þegar ég fer úr húsi.“ Spilar á Airwaves Einar kemur fram á Airwaves í næsta mánuði og segist hlakka mikið til. „Ég hef áður öðlast þann heiður að spila á þessari yndislegu hátíð og í ár mun ég bjóða upp á nýtt efni að mestu leyti. Hátíðin virðist vera í breytingarferli og ég er spenntur að sjá hvernig til tekst.“ Hann byrjaði ungur að semja tónlist og segist hafa verið lítill snáði þegar hann samdi vals á píanó. Verkið hét Boltavals þar sem hann var að æfa fótbolta á þeim tíma. „Valsinn þróaðist út í áhuga á Aphex Twin þegar ég var í menntaskóla, um það leyti sem lagið Come to daddy var í spilun. Þá byrjaði ég að setja saman vísur og fikta í hinum og þessum rafhljóðum. Tónlist mín er sam- bland af rafrænum og hliðrænum hljóðum, skreyttum með söng.“ Hvar kaupir þú helst fötin þín? Yfirleitt kaupi ég fötin mín erlendis. Hvaða litir eru helst í uppáhaldi hjá þér? Það eru svartur, hvítur, grár, dökkblár og dökkgrænn. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Það er jakki sem ég keypti þegar ég fór í ferðalag eftir útskrift úr menntaskóla. Ég fór meðal annars til Danmerkur á Hróarskelduhátíð- ina og keypti hann þar í „second hand“ herfatabúð. Jakkinn er enn í notkun 18 árum síðar en reyndar er ég búinn að lita hann grænan síðan. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Það er peysa sem ég keypti í Lissabon í apríl en þar var ég á ferðalagi með fjölskyldunni. Þar fundum við frábæra búð sem selur notuð föt og þar fann ég peysuna. Daginn eftir var öllum kortum og peningum stolið af okkur og við sátum uppi með ekkert en við áttum eftir að dvelja í mánuð í borginni. Ég fékk þó að skila hjóla- skautum sem ég keypti í þessari búð og fékk pening til að lifa af daginn. Peysuna vildi hún hins vegar ekki aftur. Bestu og verstu fatakaupin? Verstu fatakaupin voru þegar ég var narraður í að kaupa bleika skyrtu og hörbuxur fyrir brúðkaup bróður míns á Ítalíu. Ég fæ enn hroll þegar ég horfi á myndirnar. Bestu kaupin eru sennilega sól- gleraugu sem ég keypti í kvenna- deildinni í einhverri búð í Póllandi fyrir tveimur árum. Þetta eru Dana Buchman gleraugu sem eru mjög góð og ég er ekki enn búinn að týna þeim, sem er mjög óvanalegt. Þefar uppi notaðan fatnað Einar Indra kýs að ganga í notuðum fötum enda finnst honum fólk kaupa yfirhöfuð allt of mikið af drasli. Uppáhaldsflíkin hans er peysa sem hann keypti í Lissabon fyrr á þessu ári. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Uppáhaldsflík Ein- ars Indra tónlistar- manns er peysa sem hann keypti í Lissabon á þessu ári þegar hann var á ferðalagi með fjölskyldunni. Hún var keypt í verslun sem selur notuð föt. MYND/EYÞÓR 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . o K tÓ B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 8 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 B -4 0 A 4 2 1 1 B -3 F 6 8 2 1 1 B -3 E 2 C 2 1 1 B -3 C F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.