Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 54
Hvað? Hvenær? Hvar? Fimmtudagur hvar@frettabladid.is 18. október 2018 Tónlist Hvað? Freyjujazz Hvenær? 17.15 Hvar? Listasafn Íslands Í dag mun söngkonan Ingrid Örk Kjartansdóttir koma fram á tón­ leikaröðinni Freyjujazz í Lista­ safni Íslands og syngja nokkra vel valda djassstandarda í gypsidjass­ búningi ásamt Gunnar Hilmars­ son Tríó. Tríóið skipa Gunnar Hilmarsson (gítar), Jóhann Guð­ mundsson (gítar) og Leifur Gunn­ arsson (kontrabassi) en þeir eru sérfræðingar í gypsidjasstónlist. Hvað? Mojodontgo, Ari Árelíus og Quest á Gauknum Hvenær? 20.00 Hvar? Gaukurinn, Tryggvagötu Viðburðir Hvað? Uppistand á Hard Rock Hvenær? 20.00 Hvar? Hard Rock Cafe, Lækjargötu Í kvöld verður uppistandsveisla á Hard Rock þegar þær Anna Þóra, Björk Guðmunds, Hildur Birna, Karen Björg og Kristín María stíga á svið með stjórnlaust grín. Þær hafa allar komið víða við í gríni sínu og verður enginn svikinn af þessari veislu. Ókeypis og allir vel­ komnir meðan húsrúm leyfir. Hvað? Skáldakvöld í Gunnarshúsi Hvenær? 20.00 Hvar? Gunnarshús, Dyngjuvegi Skáldin og rithöfundarnir Linda Vilhjálmsdóttir, Börkur Gunn­ arsson, Einar Kárason og Júlía Margrét Einarsdóttir munu lesa upp úr verkum sínum. Linda Vilhjálmsdóttir skáld er lands­ mönnum að góðu kunn og mun hún lesa upp úr nýrri ljóðabók sinni Smáa letrinu. Einar Kárason mun lesa upp úr nýrri bók sinni Stormfuglum og Börkur Gunnars­ son les upp úr þríleik sínum Þau – þrjár nóvellur í einni bók, Hann, Hún og Þeir. Júlía Margrét Einars­ dóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni Drottningunni á Júpíter sem fékk nýlega fjórar stjörnur í Morgun­ blaðinu. Hvað? Annað rými – Listamanna- spjall með Eygló Harðardóttur og Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur Hvenær? 20.00 Hvar? Marshallhúsið Í tilefni af sýningunni Annað rými eftir Eygló Harðardóttur býður Nýlistasafnið ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall með Eygló og Guðbjörgu R. Jóhannes­ dóttur. Spjallið fer fram á íslensku og er opið öllum. Hvað? Frá drengjakollum til #MeToo – Líkamsbyltingar í eina öld Hvenær? 12.00 Hvar? Þjóðminjasafn Íslands Dr. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir flytur fjórða fyrirlestur fyrirlestra­ raðar RIKK á haustmisseri 2018 og nefnist hann „Frá drengjakollum til #MeToo: Líkamsbyltingar í eina öld“. Hvað? Ólafur Elíasson – Einar Þor- steinn Hvenær? 16.00 Hvar? Hönnunarsafn Íslands Ólafur Elíasson myndlistarmaður fjallar um samstarf sitt við Einar Þorstein Ásgeirsson (1942–2015) arkitekt og stærðfræðing en þeir störfuðu náið saman í um tólf ár meðal annars að glerhjúpnum utan um tónlistarhúsið Hörpu. Undanfarna mánuði hefur Hönn­ unarsafn Íslands staðið fyrir opinni skráningu á innvolsi vinnu­ stofu Einars Þorsteins sem hann afhenti safninu stuttu fyrir andlát sitt. Hvað? Opinberun UTON.is Hvenær? 17.00 Hvar? Setur skapandi greina, Hlemmi Fimmtudaginn 18. október mun ÚTÓN opinbera nýja heimasíðu sína og býður af því tilefni til kynningarfundar. Á fundinum verður ný heimasíða kynnt auk þess sem við munum fara yfir helstu verkefni og áherslur kom­ andi árs og svörum spurningum viðstaddra. Meðal þess sem farið verður yfir verður aðkoma ÚTÓN að „showcase“ hátíðum erlendis, kynning á Útflutningssjóði, hvaða ráðgjöf er í boði hjá ÚTÓN og margt fleira. Hvað? Sextíu kíló af sólskini – út- gáfuhóf Hvenær? 17.00 Hvar? Bryggjan Brugghús, Granda- garði Verið velkomin í útgáfuhóf nýrrar bókar Hallgríms Helgasonar, Sex­ tíu kíló af sólskini, á Bryggjunni Brugghúsi. Hvað? Nýtt Be@rbrick drop í Maia Hvenær? 19.00 Hvar? Kringlan 100%, 400%, 1000%, seríur 35 og 36. Kíktu við hjá okkur í Maia í Kringlunni á annarri hæð á fimmtudaginn milli kl. 19 og 21 í drykk, taktu þína kalla með og skiptu við aðra Be@rbrick safnara. Í tilefni dagsins verður 15% afsláttur af öllum Be@rbricks í báðum verslunum þann daginn. Hvað? Tannhjól: Griðastaður – umræður eftir sýningu Hvenær? 21.30 Hvar? Tjarnarbíó Verið hjartanlega velkomin á umræður með Allir deyja leik­ félagi í Tjarnarbíói í kvöld. Spjallið hefst strax að lokinni sýningu á einleiknum Griðastaður og munu Matthías Tryggvi Haraldsson, höf­ undur og leikstjóri verksins, og leikarinn Jörundur Ragnarsson ræða um verkið, samvinnuna og ferlið og sitja fyrir svörum úr áhorfendasal. Hvað? Tjarnarslamm IV Hvenær? 21.00 Hvar? Iðnó Í kvöld verður efnt til fyrsta Tjarnarslamms haustsins sem er Linda Vilhjálmsdóttir, Einar Kárason, Börkur Gunnarsson og Júlía Margrét lesa upp í Gunnarshúsi. FréttaBLaðið/anton BrinK Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 Honda Civic Comfort Ford Mondeo Honda CR-V Elegance Honda Jazz Nýskráður 5/2012, ekinn 34 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Nýskráður 3/2012, ekinn 101 þús.km., dísel, sjálfskiptur. Nýskráður 5/2017, ekinn 54 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Nýskráður 5/2017, ekinn 38 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.690.000 Afborgun kr. 26.274 á mán.* Verð kr. 1.690.000 Afborgun kr. 26.274 á mán.* Verð kr. 4.350.000 Afborgun kr. 56.037 á mán.* Verð kr. 2.190.000 Afborgun kr. 28.267 á mán.* 1 8 . o k T ó b e r 2 0 1 8 F I M M T U D A G U r38 M e n n I n G ∙ F r É T T A b L A ð I ð 1 8 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 1 B -4 F 7 4 2 1 1 B -4 E 3 8 2 1 1 B -4 C F C 2 1 1 B -4 B C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.