Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 10
Sádi-ArAbíA Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarab­ íska blaðamanninn Jamal Khash­ oggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi­ Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utan­ ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi­Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrk­ landsforseta vegna málsins. Tyrkneskir lögreglu­ og áhrifa­ menn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendi­ ráðinu, það sýni hljóð­ og myndupp­ tökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi­Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al­Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum bana­ mannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér holl­ ast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi­Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tón­ list til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi­Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo ára­ tugi, í gær og hafði eftir þremur heim­ ildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrir­ skipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khas­ hoggi. thorgnyr@frettabladid.is Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Umbótasinni eða morðingi? Mohammed bin Salman krónprins er leiðtogi sádiarabíska ríkisins og hefur varið bæði tíma og fjár- magni í að skapa sér ímynd sem umbótasinni. Í takt við það orðspor hefur hann til dæmis heimilað sádiarabískum konum að keyra bíla og látið handtaka valda- menn vegna meintrar spillingar. En sú glansmynd hefur verið rifin í tætlur. Viðbrögð ríkisstjórnar Sádi-Arabíu vegna gagnrýni Kan- adamanna á meðferð femínista, mannfall almennra borgara í Jemen og mál Khashoggi gefa allt aðra mynd af prinsinum. Í pistli sem birtist í Washington Post í september 2017 sagði Khas- hoggi sjálfur að afturhaldssemi stjórnvalda væri orðin óbærileg. „Þegar Mohammed bin Salman krónprins komst til valda lofaði hann umbótum á sviði atvinnu- lífs og samfélagsmála [...] Nú sér maður ekkert nema handtökur. Í síðustu viku voru um þrjátíu hand- tekin. Sum þeirra eru góðir vinir mínir. Þessar aðgerðir sýna fram á andúð stjórnvalda í garð mennta- fólks sem dirfist að tjá skoðanir sem eru andstæðar skoðunum leiðtoga ríkisins.“ Ef rétt reynist að yfirvöld hafi látið myrða Khas- hoggi má segja að verknaðurinn sanni mál fórnarlambsins. Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og af- limaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavett- vangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni í íhaldssömu ríki. Ekkert hefur enn fengist staðfest um afdrif Khashoggi en talið er að hann hafi verið myrtur. Nordicphotos/AFp Búnaður í Jaguar E-Pace D150 er m.a.: 10" Touch Pro skjár, símkerfi, 125w Jaguar hljómkerfi, LED- aðaljós með einkennandi dagljósum, 17" álfelgur, íslenskt leiðsögukerfi, rafdrifnir upphitaðir speglar með sjálfvirkri deyfingu og aðkomuljósum, varadekk, neyðarhemlunarbúnaður, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar að framan og aftan. jaguarisland.is B ún að ur b íls á m yn d e r fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 6.290.000 KR. Jaguar E-Pace D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 4 5 4 J a g u a r E - P a c e 5 x 2 0 o k t 2 VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE JAGUAR E-PACE 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F i M M t U d A G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 1 8 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 B -5 E 4 4 2 1 1 B -5 D 0 8 2 1 1 B -5 B C C 2 1 1 B -5 A 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.