Fréttablaðið - 18.10.2018, Page 10

Fréttablaðið - 18.10.2018, Page 10
Sádi-ArAbíA Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarab­ íska blaðamanninn Jamal Khash­ oggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi­ Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utan­ ríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi­Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrk­ landsforseta vegna málsins. Tyrkneskir lögreglu­ og áhrifa­ menn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendi­ ráðinu, það sýni hljóð­ og myndupp­ tökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi­Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al­Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum bana­ mannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér holl­ ast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi­Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tón­ list til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi­Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo ára­ tugi, í gær og hafði eftir þremur heim­ ildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrir­ skipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khas­ hoggi. thorgnyr@frettabladid.is Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Umbótasinni eða morðingi? Mohammed bin Salman krónprins er leiðtogi sádiarabíska ríkisins og hefur varið bæði tíma og fjár- magni í að skapa sér ímynd sem umbótasinni. Í takt við það orðspor hefur hann til dæmis heimilað sádiarabískum konum að keyra bíla og látið handtaka valda- menn vegna meintrar spillingar. En sú glansmynd hefur verið rifin í tætlur. Viðbrögð ríkisstjórnar Sádi-Arabíu vegna gagnrýni Kan- adamanna á meðferð femínista, mannfall almennra borgara í Jemen og mál Khashoggi gefa allt aðra mynd af prinsinum. Í pistli sem birtist í Washington Post í september 2017 sagði Khas- hoggi sjálfur að afturhaldssemi stjórnvalda væri orðin óbærileg. „Þegar Mohammed bin Salman krónprins komst til valda lofaði hann umbótum á sviði atvinnu- lífs og samfélagsmála [...] Nú sér maður ekkert nema handtökur. Í síðustu viku voru um þrjátíu hand- tekin. Sum þeirra eru góðir vinir mínir. Þessar aðgerðir sýna fram á andúð stjórnvalda í garð mennta- fólks sem dirfist að tjá skoðanir sem eru andstæðar skoðunum leiðtoga ríkisins.“ Ef rétt reynist að yfirvöld hafi látið myrða Khas- hoggi má segja að verknaðurinn sanni mál fórnarlambsins. Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og af- limaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavett- vangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni í íhaldssömu ríki. Ekkert hefur enn fengist staðfest um afdrif Khashoggi en talið er að hann hafi verið myrtur. Nordicphotos/AFp Búnaður í Jaguar E-Pace D150 er m.a.: 10" Touch Pro skjár, símkerfi, 125w Jaguar hljómkerfi, LED- aðaljós með einkennandi dagljósum, 17" álfelgur, íslenskt leiðsögukerfi, rafdrifnir upphitaðir speglar með sjálfvirkri deyfingu og aðkomuljósum, varadekk, neyðarhemlunarbúnaður, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar að framan og aftan. jaguarisland.is B ún að ur b íls á m yn d e r fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 6.290.000 KR. Jaguar E-Pace D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 4 5 4 J a g u a r E - P a c e 5 x 2 0 o k t 2 VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE JAGUAR E-PACE 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F i M M t U d A G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 1 8 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 1 B -5 E 4 4 2 1 1 B -5 D 0 8 2 1 1 B -5 B C C 2 1 1 B -5 A 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.