Fréttablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 2
Veður
Suðaustan 10-18 og rigning, en þurrt
norðaustantil. Með kvöldinu snýst
vindur til sunnanáttar og lægir um
landið vestanvert. sjá síðu 30
Æfðu viðbrögð við árás á stjórnstöð Gæslunnar
Bandarískir landgönguliðar æfðu viðbrögð við árás á stjórnstöð Landhelgisgæsl-
unnar í gær en fram undan er stór heræfing NATO á Norður-Atlantshafi og í
Noregi. Sérsveitin passaði hermennina meðan á æfingunni stóð. Fréttablaðið/Eyþór
NeyteNdur Lítill verðmunur er í
flestum tilfellum á nýjum fatnaði í
H&M hér á landi og í Noregi sam-
kvæmt athugun Fréttablaðsins.
Heldur meiri verðmunur er á milli
H&M hér og í Bretlandi en þó ekki
nærri því sem Þorsteinn Sæmunds-
son, þingmaður Miðflokksins, hélt
fram á dögunum. Fullyrti hann að
verð í H&M hér á landi væri „yfir-
leitt um 30 prósentum hærra“ en á
hinum Norðurlöndunum og undir
þær fullyrðingar tók dósent við
Háskóla Íslands.
Fréttablaðið athugaði verð á
nokkrum nýjum vörum úr haustlínu
herra í verslun H&M í Kringlunni og
bar saman við uppgefin verð í fjórum
öðrum löndum.
Þegar verð hér er borið saman
við í Noregi má sjá að munurinn
er óverulegur, eða í kringum fjögur
prósent, á tveimur vörum. Mestur
er verðmunurinn á þunnri peysu
sem kostar hér 2.495 krónur en
sem nemur 2.151 krónu í Noregi.
Munurinn er 16 prósent eða 344
krónur. Munurinn á sömu peysu
hér og í Bretlandi er 24 prósent eða
485 krónur.
Athygli vakti að Chelsea-ökklaskór
eru ódýrari hér. Raunar reyndust
skórnir ódýrari hér en bæði í Noregi
og Danmörku og er verð þeirra nær
því sem tíðkast í Bretlandi.
Lítill verðmunur reyndist einnig
á H&M hér og í Danmörku og Sví-
þjóð. Mestur var verðmunurinn á
peysunni þunnu milli Íslands og
Svíþjóðar eða 26,7 prósent.
Fyrir herra yrði dýrast að kaupa
sér allar fjórar vörurnar í athugun
Fréttablaðsins í Danmörku og myndi
það kosta 27.848 krónur, örlítið
meira en hér þar sem þær kosta
27.480 krónur. Í Noregi kosta vör-
urnar 26.654 krónur, í Svíþjóð 24.401
krónu og ódýrastar yrðu þær í Bret-
landi, á 23.677 krónur. Munurinn á
verðinu vörunum fjórum á Íslandi
Ekkert okur hjá H&M
Lítill munur er á vöruverði H&M hér og í nágrannalöndum. Ísland ekki einu
sinni dýrast samkvæmt athugun Fréttablaðsins. Verð virðast samkeppnishæf.
Ný verslun H&M við Hafnartorg var opnuð í síðustu viku. Fréttablaðið/aNtoN
og þar sem það er lægst, í Bretlandi,
nemur 3.803 krónum.
Gylfi Magnússon, dósent við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands,
sakaði framkvæmdastjóra H&M á
Íslandi um óskammfeilni eftir að
hann fullyrti í samtali við Vísi á
dögunum að verðið hér væri sam-
keppnishæft við nágrannalöndin.
Sagði Gylfi H&M „miklu dýrara
hér en í Noregi“ og það blasti við.
„Er H&M þar þó líklega það dýrasta
utan Íslands.“
Athugun Fréttablaðsins, þó hún
sé ekki tæmandi, sýnir að Gylfi fer
með rangt mál á Facebook-síðu
sinni í vikunni þar sem hann sagði
að enginn Íslendingur með snefil af
sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í
H&M. mikael@frettabladid.is
Herrafrakki
Ísland 14.995 kr.
Noregur 14.425 kr.
Bretland 12.383 kr.
Danmörk 14.581 kr.
Svíþjóð 13.206 kr.
Peysa
Ísland 4.495 kr.
Noregur 4.317 kr.
Bretland 3.868 kr.
Danmörk 4.544 kr.
Svíþjóð 3.952 kr.
Peysa
Ísland 2.495 kr.
Noregur 2.151 kr.
Bretland 2.010 kr.
Danmörk 2.354 kr.
Svíþjóð 1.969 kr.
Chelsea-skór
Ísland 5.495 kr.
Noregur 5.761 kr.
Bretland 5.416 kr.
Danmörk 6.369 kr.
Svíþjóð 5.274 kr.
✿ Verðkönnun Fréttablaðsins á haustlínu H&M
Öll verð í íslenskum krónum m.v. gengi gjaldmiðla 17. október.
Á Plússíðu Fréttablaðsins má sjá fleiri myndir frá
heræfingunum. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-
appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+Plús
Kynntu þér afsláttarþrep
Orkunnar á orkan.is.
NÝTT!
Nú eru allar 55
stöðvar Orkunnar
þínar stöðvar.
sAMFÉLAG IKEA-geithafurinn,
óformlegur boðberi jólahátíðarinn-
ar, er kominn á sinn stað við verslun
IKEA í Kauptúni í Garðabæ. Geitin,
sem er úr strái, á rætur að rekja til
sænskrar hefðar en í bænum Gävle
hafa íbúar árum saman reist strágeit
í aðdraganda jóla.
Einnig er hefð fyrir tortímingu geit-
arinnar í Kauptúni. Á síðustu árum
hefur hún ýmist fuðrað upp í eldhafi
eða liðast í sundur í óveðri. – khn
Geitin komin á sinn stað
iKEa-geithafurinn komin á lappir í Kauptúni. Fréttablaðið/sigtryggur ari
MeNNING Lilja Alfreðsdóttir, mennta-
og menningarmálaráðherra, segir
myndasögur falla undir ákvæði frum-
varps hennar sem miðar að því að efla
útgáfu bóka á íslensku. Lilja mælti
fyrir frumvarpinu fyrr í vikunni.
Fréttablaðið hafði greint frá
óánægju Gísla Einarssonar, fram-
kvæmdastjóra Nexus, sem óttaðist
að myndasögurnar og myndrænar
skáldsögur væru skildar út undan í
frumvarpinu.
„Frumvarpið er mikil innspýting
í bókageirann
og mun hafa
jákvæða keðju-
ve r ku n f y r i r
b ó k a ú t g á f u ,
r i t h ö f u n d a
og mynda-
sögur,“ segir
Lilja. – khn
Lukku-Láki
og vinir ekki
undanskildir
1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t u d A G u r2 F r É t t I r ∙ F r É t t A b L A ð I ð
1
8
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
1
B
-2
7
F
4
2
1
1
B
-2
6
B
8
2
1
1
B
-2
5
7
C
2
1
1
B
-2
4
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K