Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 24

Fréttablaðið - 20.10.2018, Page 24
Kannabisefni hafa fylgt manninum í árþúsundir. Elstu heimildina um neyslu kannabis er að finna í verkum gríska sagn- fræðingsins Heródótusar sem var uppi á fimmtu öld fyrir Krist. Þá hefur einnig verið deilt um hvort kannabisefni hafi leikið stórt hlut- verk í menningu Gyðinga í fornöld. Minnst er á plöntuna „kaneh bosm“ í hebresku Biblíunni. Það er að segja í 2. Mósebók, 30:23. Sumir vilja meina að þar sé verið að tala um kannabis. Á íslensku hefur „kaneh bosm“ verið þýtt sem ilmreyr. Á tuttugustu öldinni varð sú þróun víða í heiminum að lögbann var sett á kannabisefni. Bannið skilaði tak- mörkuðum árangri og um miðja öld ákváðu ýmis vestræn ríki að hefja svo- kallað „stríð gegn fíkniefnum“. Þetta stríð bar þó lítinn árangur og ekki tókst að útrýma neyslu. Á undanförn- um árum hafa málin æxlast þannig að kannabisefni hafa víða verið afglæpa- vædd, jafnvel lögleidd í lækninga- eða afþreyingarskyni. Í afglæpavæðingu felst að gera per- sónulega vörslu og neyslu refsilausa. Í lögleiðingu felst aftur á móti afnám laga um bann við kannabisefnum. Með því að lögleiða kannabisefni setur tiltekið ríki því ný lög um með- ferð kannabisefna og getur til að mynda skattlagt sölu. Löglegt kannabis Úrúgvæ varð fyrsta ríki heims til að lögleiða kannabis alfarið. Það var gert árið 2013 og hefur ríkið gert samninga við nokkra einkaaðila um ræktun. Stíft eftirlit er með fram- leiðslu og sölu, en kaupendur þurfa að hafa náð átján ára aldri. Kanada fylgdi í fótspor Úrúgvæ á miðviku- daginn og varð annað ríki heims til Breytt staða kannabis Lagaleg staða kannabisefna tekur breyt- ingum í heiminum. Nokkur ríki hafa lög- leitt kannabisefni í afþreyingarskyni, enn fleiri í lækningaskyni og þá hefur fjöldi ríkja afglæpavætt kannabis. Kanada lögleiddi kannabis í afþreyingarskyni á dögunum og kosið er um málið í nokkrum ríkjum Banda- ríkjanna. Staðan á Íslandi helst óbreytt. þess að lögleiða kannabis. Justin Tru- deau, forsætisráðherra Kanada, lofaði lögleiðingu í kosningabaráttu, og hefur ítrekað sagt að með lögleiðingu fari ágóðinn af sölu kannabisefna úr höndum glæpamanna og eftirlit geri það að verkum að erfiðara verði fyrir börn að kaupa sér kannabis. Auk Úrúgvæ og Kanada er kann- abis löglegt að hluta í nokkrum ríkjum. Líklega er lagaleg staða kannabisefna hvergi umtalaðari og flóknari en í Bandaríkjunum. Þar er kannabis í afþreyingarskyni löglegt í níu ríkjum af fimmtíu sem og í höfuð- borginni Washington D.C. þótt það sé ólöglegt í alríkislögum. Kannabis er svo löglegt í lækningaskyni í þrjátíu ríkjum Bandaríkjanna til viðbótar og kann abis í afþreyingarskyni hefur verið afglæpavætt í þrettán. Staða kannabisefna í Georgíu og Suður-Afríku er sömuleiðis áhuga- verð. Neysla, varsla og ræktun fyrir eigin neyslu er lögleg í Suður-Afríku en ekki sala. Sama gildir að mestu um stöðuna í Georgíu. Þar er ræktun reyndar ekki lögleg heldur afglæpa- vædd. Kannabis á kjörseðlinum Þegar Bandaríkjamenn ganga til kosninga þann 6. nóvember næst- komandi munu þeir kjósa til fulltrúa- deildar þingsins, flestir til ríkisstjóra og sumir til öldungadeildar þingsins. Einnig er kosið um fjölmargar aðrar, smærri stöður. En líkt og venjulega þegar kosningar fara fram þar í landi er fjöldi atkvæðagreiðslna um ýmis mál á kjörseðlinum samhliða þeim fyrrnefndu. Nú í nóvember er kanna- bis á kjörseðlinum í nokkrum ríkjum. Íbúar í bæði Michigan og hinu íhaldssama Norður-Dakóta munu kjósa um lögleiðingu kannabisefna í afþreyingarskyni. Í septemberlok birti Detroit Free Press könnun þar sem fram kom að 55 prósent íbúa Michigan væru fylgjandi lögleiðingu, 41 prósent andvígt og verður því að teljast líklegt að Mich igan-búar styðji málið í nóvember. Staðan er önnur í Norður-Dakóta. Í könnun frá því fyrr í mánuðinum kom fram að 59 prósent væru andvíg, 30 prósent fylgjandi. Í bæði Utah og Missouri verður svo kosið um lögleiðingu kann abisefna í lækningaskyni, en allnokkur ríki Bandaríkjanna leyfa slíkt nú þegar. Í könnun sem birt var í vikunni kom fram að mjótt væri á munum í Utah. Þar sagðist 51 prósent styðja lögleið- ingu í lækningaskyni en 46 prósent lýstu sig andvíg. Fáar kannanir hafa verið gerðar um málið í Missouri. Í könnun frá Misso- uri Scout sem gerð var í ágúst sögð- ust 54 prósent hlynnt lögleiðingu í lækningaskyni á meðan 35 prósent sögðust andvíg. Afleiðingar lögleiðingar Fjöldi rannsókna hefur verið gerður og margar umfjallanir skrifaðar um afleiðingar lögleiðingar kannabis- efna í Colorado í Bandaríkjunum, enda fyrsta ríki Bandaríkjanna til að lögleiða kannabis í afþreyingarskyni. Jafnvel þótt sex ár séu nú liðin frá því íbúar Colorado samþykktu lögleið- ingu og fjögur ár séu frá endanlegri lögleiðingu er enn um hitamál að ræða í ríkinu. Andstæðingar lögleiðingar, til að mynda Jeff Sessions, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hafa bent á aukna neyslu í kjölfar lögleiðingar. Í bréfi sem Sessions sendi ríkisstjóra Colorado í fyrra kom fram að neysla ungmenna hefði aukist um 20 pró- sent árið 2014. Að sögn CBS dróst neysla reyndar aftur saman um 13,5 prósent árið 2016 samkvæmt sömu rannsókn. USA Today birti umfjöllun í apríl þar sem fram kom að hvergi í Bandaríkjunum mældist neysla tólf til sautján ára ungmenna meiri og hvergi hefðu fleiri ungmenni prófað kannabis. Þá greindi Denver Post frá því í fyrra að banaslysum þar sem ökumaður ók undir áhrifum kann- abisefna hefði fjölgað um 145 pró- sent frá 2013 til 2016. Vert er þó að taka fram að THC, helsta virka efnið n Löglegt n Neysla afglæpavædd n Ólöglegt en sjaldnast framfylgt n Ólöglegt Löglegt í lækningaskyni Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Í Bandaríkjunum er lagaleg staða mismunandi eftir ríkjum. Kannabis er löglegt í níu ríkjum auk höfuðborgar- innar Washington. Kannabis í afþreying- arskyni er ekki löglegt í Ástralíu en hefur verið afglæpavætt í tveimur fylkjum. 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -A 1 B 8 2 1 2 1 -A 0 7 C 2 1 2 1 -9 F 4 0 2 1 2 1 -9 E 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.