Fréttablaðið - 20.10.2018, Síða 32

Fréttablaðið - 20.10.2018, Síða 32
Sálumessa er ný ljóðabók eftir Gerði Kristnýju. Þetta er ljóðabálkur þar sem sungin er messa yfir konu sem féll fyrir eigin hendi, svo þjáning hennar og líf fái ekki að gleymast. „Sálumessa hefur vonandi þýðingu fyrir þann sem les hvort sem hann þekkir for­ söguna eða ekki. Ljóðmælandi er haugbúi sem dvelur við hlið hinnar látnu og lítur yfir sögusviðið. Hann rifjar upp líf hennar, fer yfir örlög hennar og veltir fyrir sér hvernig refsingu kvalari hennar ætti skilið,“ segir Gerður. Snemma árs 2003 birti Gerður, sem þá var ritstjóri Mannlífs, grein eftir konu um skelfilegt kynferðis­ ofbeldi sem elsti bróðir hennar hafði beitt hana frá því hún var 7 ára þar til hún var 14 ára. Sálumessa fjallar um þessa konu og þjáningar hennar. Gerður hafði á þessum tíma skrif­ að nokkuð um kynferðis ofbeldi. „Þegar ég var í blaðamennsku fannst mér áhugaverðast að skrifa um heiminn sem við góðborgararnir verðum tæpast vör við og tók til dæmis viðtöl við dæmda morðingja inni á Litla­Hrauni en líka þolendur kynferðisofbeldis af báðum kynjum. Ég hafði þá þegar áttað mig á því hvað umfjöllun um kynferðisofbeldi var viðkvæm og hvað mikil þöggun ríkti um það,“ segir Gerður. „Ég tók alvarlega á þessum málefnum strax árið 1994 þegar ég hóf störf í blaða­ mennsku og tók viðtal við konu sem hafði verið hópnauðgað á Þjóðhátíð í Eyjum. Saga hennar sat í mér. Árið 2001 skrifaði ég síðan grein um Krist­ ínu Gerði Guðmundsdóttur, sem seinna varð fyrirmynd að persónu í kvikmyndinni Lof mér að falla. Hún hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn, ánetjaðist eiturlyfjum, stundaði vændi til að fjármagna neysluna, varð síðan veik á geði og svipti sig lífi. Við greinarskrifin tal­ aði ég við ættingja hennar og vini en nýtti mér líka heimildir. Ég tók mér góðan tíma til að vinna þessa grein, enda átti Kristín Gerður það skilið. Ég vissi að það var þögull hópur þarna úti sem fylgdist með skrif­ unum mínum þótt ég yrði lítið vör við hann en ég vissi líka ástæðuna fyrir þessari þögn. Þess þá heldur fannst mér ástæða til að halda áfram að fjalla um kynferðisglæpi. Fyrr eða síðar hlyti viðhorf samfélagsins til þeirra breytast.“ Sláandi saga Það var rétt fyrir jólin árið 2002 sem konan, sem Gerður hefur nú samið um Sálumessu, hringdi og spurði hvort hún vildi lesa grein sem hún hefði skrifað. Hún átti fjóra eldri bræður og hafði sá elsti misnotað hana kynferðislega. Þessar pynt­ ingar höfðu mótað líf hennar. „Nú var hún rúmlega þrítug. Hún var veik á geði, hafði því dvalið inni á geðdeild og nokkrum sinnum reynt að svipta sig lífi.“ Konan sendi Gerði Kristnýju greinina til yfirlestrar. „Hana lang­ aði til að koma sögu sinni á framfæri í Mannlífi en vildi hitta mig áður en greinin birtist. Ég flaug norður til Akureyrar þar sem við áttum saman ljúfa stund um miðjan dag skömmu fyrir jól í blokkaríbúð þar sem hún bjó. Konan var róleg í tíðinni og döpur en þó var hugur í henni. Ég lagði fyrir hana örfáar spurningar til að fylla inn í eyður í frásögninni en annars var greinin ákaflega vel skrifuð. Þetta var kona góðum gáfum gædd. Hún hlakkaði til að fá greitt fyrir greinina og sagðist ætla að kaupa sér föt fyrir launin. Ég man að hún gerði eina athugasemd við leiðréttingu sem ég hafði gert á greininni. Þar stóð að hún væri á fertugsaldri. Frekar vildi hún að ég skrifaði að hún væri rúmlega þrítug. Ég breytti þessu vitanlega. Konan fór fram á að nafn sitt birt­ ist ekki í greininni. Hún vildi heldur ekki að við mynduðum hana þannig að sæist framan í hana. Myndin sem birtist með greininni var því tekin af baksvip hennar en jafnframt lánaði hún myndir af sér í æsku. Trúnaður minn var við hana og ég fór í einu og öllu eftir því sem hún fór fram á.“ Í greininni, sem er sláandi lestur, segir konan á einum stað: „Með mér bærist sú von að fara kannski í háskólann eftir tæpt ár en ég þori ekki að hugsa mikið um það því mér finnst enn líklegt að stutt sé þar til ég dey.“ „Já, þetta er verulega sláandi og sýnir okkur rétt eina ferðina hræði­ legar afleiðingar kynferðisofbeldis. Sumir lifa það ekki af,“ segir Gerður. Ægileg tíðindi Mannlíf var komið í prentsmiðju þegar Gerður Kristný fékk símtal frá yngsta bróður konunnar. „Hann sagði mér að systir hans hefði fallið fyrir eigin hendi. Ég hlustaði þögul á hann og reyndi að ná taki á hugs­ unum mínum á meðan. Þetta voru ægileg tíðindi. Ég man að hann sagði að sig hefði grunað þegar hún var lítil að eitthvað ætti sér stað milli hennar og elsta bróðurins því hann var alltaf að draga hana afsíðis. Hann sagði líka að henni hefði þótt gott að vinna með mér. Þetta var því ósköp hlýlegt samtal. Síðan hringdi mágkona konunnar og spurði hvort hún mætti fá launin hennar upp í útfararkostnað sem væri mikill. Ég taldi það allt í lagi og lagði féð inn á reikningsnúmer sem hún gaf mér upp. Þegar fór að líða að því að blaðið kæmi út fór ég að heyra bæði frá fjölskyldunni og prestinum þeirra að þeim þætti ekki við hæfi Maður verður að vera sæmilegur til samviskunnar Árið 2002 tók Gerður Kristný, þá ritstjóri Mannlífs, viðtal við konu sem hafði á unga aldri orðið fyrir kynferðisofbeldi. Gerður Kristný var kærð til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir viðtalið. Nú hef- ur Gerður Kristný ort ljóðabálkinn Sálumessa um þessa konu. „Það er hvetjandi að vita að maður hafi valið söguefni sem hreyfa við fólki,“ segir Gerður Kristný. Fréttablaðið/EyÞór ÉG vissi að það var þöGull hópur þarna úti sem fylGdist með sKrif- unum mínum þótt ÉG yrði lítið vör við hann en ÉG vissi líKa ástæð- una fyrir þessari þöGn. þess þá heldur fannst mÉr ástæða til að halda áfram að fjalla um KynferðisGlæpi. hún átti fjóra eldri bræður oG hafði sá elsti misnotað hana KynferðisleGa. þessar pyntinGar höfðu mót- að líf hennar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is ↣ 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -6 1 8 8 2 1 2 1 -6 0 4 C 2 1 2 1 -5 F 1 0 2 1 2 1 -5 D D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.