Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2018, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 20.10.2018, Qupperneq 34
að blaðinu væri dreift í búðir á kistulagningardeginum og reyndar mislíkaði fólkinu að greinin myndi birtast. Ég man að undir dánar­ tilkynningunni í Morgunblaðinu birtust nöfn allra bræðranna – líka þess elsta. Mannlíf kom út og þessi saga var í fréttum RÚV um kvöldið.“ Kærð til siðanefndar Þegar nær þrír mánuðir voru liðnir frá því að greinin kom út kærði yngsti bróðirinn Gerði Kristnýju til siðanefndar Blaðamannafélagsins vegna greinarinnar og sömuleiðis Ríkissjónvarpið fyrir að hafa fjallað um greinina. Þá var Gerður stödd í útlöndum í svokölluðu þriggja mán­ aða leyfi sem blaðamenn eiga rétt á. Hún skrifaði því bréf til siðanefndar og bað um að málið yrði tekið til skoðunar þegar hún kæmi heim. „Ég mætti síðan á fund siðanefndar í byrjun júní. Í nefndinni sátu fjórir karlar og ein kona. Þorsteinn Gylfa­ son var formaður. Á fundinum kom fram að fréttastjóri Ríkissjónvarps­ ins hafði beðist afsökunar á að hafa birt frétt um grein konunnar. Það fannst mér allt í lagi. Fréttamenn RÚV þekktu konuna ekki og höfðu aldrei hitt hana. Ég hafði hins vegar kynnst henni og leit á hana sem skjólstæðing minn. Á fundinum svaraði ég spurn­ ingum nefndarinnar og afsökunar­ beiðni fréttastofu RÚV lá á borðinu fyrir framan mig. „Svona geturðu gert þetta,“ sagði Þorsteinn og otaði plöggunum að mér. Ég taldi mig ekki þurfa að biðjast afsökunar á að hafa hlustað á þolanda kynferðis­ ofbeldis og birt sögu hans. Í kærunni fór bróðirinn um víðan völl. Honum mislíkaði til að mynda að ég skyldi hafa lagt peninga inn á bankareikning hjá einstaklingi í fjölskyldunni og kallaði þá 30 silfurpeninga. Upphæðinni, sem greidd hafði verið fyrir greinina, hafði hann skipt í klink, sett í plast­ poka og skilið hann eftir á skrifstofu Fróða sem gaf út Mannlíf. Ég lagði peningana inn á Kristínarsjóð, sjóð kenndan við Kristínu Gerði Guð­ mundsdóttur sem er til að styðja konur sem leiðst hafa út í vændi. Bróðirinn var afar reiður yfir því að ég hefði birt grein eftir veika systur hans. Á fundi með siðanefnd var ég spurð hvort ég hefði ekki leitað til lækna hennar við vinnslu greinar­ innar. Ég átti sem sagt að hafa lækni með í ráðum, eins fúsir og þeir eru nú til að tala um skjólstæðinga sína. Blaðamannafélagið ætti þá ef til vill að hafa lækni í starfi til að veita fólki uppáskrift þess efnis að því sé óhætt að segja sögu sína. Ég velti því fyrir mér til hvers fjöl­ miðill væri ef hann má ekki gefa þeim rödd sem þaggað er niður í. Ég reyndi að útskýra þetta á fund­ inum með siðanefnd, en fann mjög skýrt að engu máli skipti hvað ég segði, fólkið hafði þegar gert upp hug sinn. Ég fékk síðan þyngsta úrskurð siðanefndar Blaðamanna­ félagsins í afmælisgjöf 10. júní 2003. Þar var látið að því liggja að ég hefði sjálfsvíg manneskju á samviskunni. Svona var litið á blaðamennsku árið 2003. Maðurinn sem beitti systur sína kynferðisofbeldi hefur hins vegar aldrei verið dæmdur fyrir þessa glæpi.“ Bókin sem breytti svo mörgu Dóma siðanefndar ber að birta í þeim fjölmiðli sem fær dóminn á sig. Þessi dómur birtist hins vegar ekki í Mannlífi. „Það hvarflaði ekki að mér,“ segir Gerður Kristný. „Allur sá sirkus sem varð í kringum þetta mál var staðfesting á því hversu eldfimt þetta málefni var og hvað þöggunin var mikil. Konan var ekki lengur á meðal okkar en það var enn hægt að ná sér niðri á mér.“ Það sem virtist vera ósigur Gerðar Kristnýjar átti þó eftir að snúast upp í óvæntan sigur. „Um haustið sama ár hringdi Thelma Ásdísardóttir í mig. Við hittumst á Borginni og hún sagði mér frá pabba sínum sem brotið hafði árum saman á henni og systrum hennar. Hann hafði verið kærður fyrir glæpina en verið sýkn­ aður fyrir Hæstarétti. Thelma vildi skrifa pistla í Mannlíf eða fá þar við sig viðtal. Ég fór heim og velti því fyrir mér hvort það væri nokkurt vit. Thelma gæti jú gengið í sjóinn þegar viðtalið birtist. Vissara var að láta svona mál bara eiga sig. Þá áttaði ég mig á því að þetta voru auðvitað áhrifin af siðanefndarúrskurðinum og ákvað að ég skyldi ekki læra nokk­ urn skapaðan hlut af honum. Maður verður náttúrlega að vera sæmilegur til samviskunnar. Ég hristi af mér úrskurðinn og lét vaða. Ég hringdi í Thelmu og sagði: Á ég ekki bara að skrifa um þig bók? Og það gerði ég. Myndin af pabba – Saga Thelmu kom svo út árið 2005. Með bókinni breyttist býsna margt. Tveimur árum eftir að ég fékk úrskurðinn frá siðanefnd fékk ég Blaðamannaverðlaunin fyrir Myndina af pabba og spurði sjálfa mig: Hvað gerðist þarna í millitíð­ inni? Það sem gerðist var að Thelma mætti á sjónarsviðið og útskýrði fyrir fólki afleiðingar kynferðisofbeldis á börn. Hún var til staðar og gat tekið það hlutverk að sér. Aðrir höfðu hins vegar ekki séð aðra leið út úr van­ líðan sinni en að flýta fyrir sér. Hjálpi mér, hvað það er dapurlegt.“ Viðtal við morðingja Sálumessa er þriðji ljóðabálkur Gerðar Kristnýjar, á eftir Blóðhófni og Drápu, sem fjallar um konu sem beitt er ofbeldi. Blóðhófnir er saga Gerðar Gymisdóttur sem Skírnir, skósveinn Freys, sótti til Jötunheima handa húsbónda sínum. Drápa segir frá morði sem framið var í Reykjavík árið 1988. Sú saga fór ekki hátt við útkomu Drápu en í ensku útgáfunni, sem er nýkomin út, er að finna grein eftir dr. Öldu Valdi­ marsdóttur og Guðna Elísson þar sem persónur verksins eru nefndar réttum nöfnum. Við samningu ljóðabálksins hafði Gerður Kristný dómskjöl til hliðsjónar en á sínum tíma hafði hún tekið viðtal við morðingjann, Braga Ólafsson, sem drap konu sína, hina 26 ára gömlu Grétu Birgisdóttur. „Bragi sat inni á Litla­Hrauni í tíu ár en eftir að hann kom aftur út seldi hann eiturlyf og vann við garða úðun. Þá tók ég við hann viðtal. Hann bjó enn í húsinu þar sem hann hafði myrt konuna sína. Hann var hokinn og hávaxinn og hafði greinilega nefbrotnað því hann var með lið á nefi. Bragi sagði mér að hann hefði verið boxari um tíma í New York. Hann var með litla mynd af Grétu við rúmið sitt og sagðist bjóða henni góða nótt á hverju kvöldi. Síðan leið og beið og einn dag­ inn frétti ég að Bragi hefði sjálfur verið myrtur í sömu íbúð. Til hans kom maður sem ætlaði að kaupa af honum eiturlyf, þeim varð sundur­ orða og gesturinn stakk Braga til bana. Tvö morð höfðu því verið framin í þessu húsi. Þá varð ég mér aftur úti um dómskjölin og tók til við að yrkja Drápu. Það er sérkenni­ legt tungumál á dómskjölum, stíll­ inn getur verið svo hátíðlegur. Þar stendur til dæmis að húð sé upp­ þornuð eins og bókfell. Síðan sjást þar furðulega persónulegar upp­ lýsingar um látið fólk en vitaskuld langar mig frekar til að vita hvað það síðasta var sem fór í gegnum huga þess en hversu mörg grömm lungun í því vógu. Ljóðmælanda Drápu fann ég í norskum dómskjölum frá 17. öld. Þá var fjöldi manns á eyjunni Vardö brenndur á báli fyrir galdra. Í skjöl­ unum sést hvað fólkið hafði sterkar skoðanir á útliti og innræti Djöf­ ulsins. Hann er svartklæddur, getur kippt af sér höfðinu og breytt sér í hund. Þennan ljóðmælanda leiddi ég fram og leyfði honum að segja mér sögu úr heimaborg minni Reykjavík.“ Drápa er komin út í Englandi, Danmörku og Noregi þar sem bók­ menntagagnrýnendur tveggja dag­ blaða völdu hana eina af þremur bestu ljóðabókum Noregs árið 2016. Skáldsagan Hestvík og ljóða­ bókin Strandir komu út í Noregi í ár og sömuleiðis skáldsagan Smartís í Danmörku. „Það er hvetjandi að vita að maður hafi valið söguefni sem hreyfa við fólki,“ segir Gerður Kristný. Víst er að yrkisefnið í Sálu­ messu skiptir máli og á eflaust eftir að hreyfa við mörgum. Ný ljóðabók Gerðar Kristnýjar er þriðji ljóðabálkur hennar um konu sem beitt er ofbeldi. FréttaBlaðið/Eyþór Úr Sálumessu Lífið reisti þér myrkurkirkju hvar þú máttir næðis njóta – nafnlausa fórnarbarn – úr rekaviði sokknum skipum Bekkir úr ekka Bláir fingur fálma eftir sálmabók Andköf stíga úr kórnum Hundruð hausa syngja þér sálumessu stjaksettir strjúpar Allur sá sirkus sem vArð í kringum þettA mál vAr stAðfesting á því hversu eldfimt þettA málefni vAr og hvAð þöggunin vAr mikil. konAn vAr ekki lengur á meðAl okkAr en þAð vAr enn hægt Að ná sér niðri á mér. ↣ „Valur Freyr er eins og fiskur í vatni í þessari sýningu þar sem hann leikur, syngur og dansar lét- tilega í gegnum vandmeðfarinn efniviðinn“. SBH. Morgunblaðið. „Ofarlega á listann minn yfir það sem gerir lífið þess að virði að lifa því er að hafa tekið þátt í sýningunni „ Allt sem er frábært“ í Borgar- leikhúsinu“. MK. Víðsjá. „Hugnæm sýning um grafalvarlegt málefni þar sem Valur Freyr sýnir krafta sína á sviðinu enn á ný“. SA. Fréttablaðið Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsu- num móður sinnar? Hann býr auðvitað til lista yfir allt sem er frábært í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa því: Rjómaís, guli liturinn, kung fu-myndir, vatnsslagur, mega horfa fram eftir á sjónvarpið, fólk að detta, rússíbani ... Tuttugu árum síðar er listi unga drengsins í fullu gildi og hefur lengst svo um munar - í ævilanga áminningu um það að gleði er ekki síst að finna í hlutum sem virðast léttvægir. Valur Freyr Einarsson stendur einn á sviðinu í hlutverki manns sem gerir atlögu að depurðinni og lífsleiðanum, með aðstoð áhorfenda og listann góða að vopni, og segir í leiðinni hrífandi sögu af ást, sorg og ís með dýfu. Höfundur er Duncan Mac millan, sá hinn sami og skrifaði verkin Andaðu og Fólk, staðir og hlutir sem sló í gegn í Borgar- leikhúsinu á síðasta leikári. Þetta einfalda en snjalla verk hefur verið sett á svið víða um heim og hlotið gríðarlega góðar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda og birtist hér í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur. Hann b Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar? Einleikur sem hefur gefið tugþúsundum áhorfenda um allan heim nýja sýn á lífið. Að fá ó töðvandi h átu - kast 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 0 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 1 -A B 9 8 2 1 2 1 -A A 5 C 2 1 2 1 -A 9 2 0 2 1 2 1 -A 7 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.