Þróttur - 15.12.1920, Síða 14

Þróttur - 15.12.1920, Síða 14
20 Þ R Ó T T U R öxl og töldu litla fyrirhyggju ráðiö hafa. Gam- all vinnumaður sem lengi hafði þekt Jón, lagði ekkert til málanna, Loks yrti einhver á hann. »Eg er ekkert hræddur um Jón« sagði hann. »Eg hefi þekt hann síðan hann var strákur og hann hefir ætíð getað það, sem hann hefi tekið sér fyrir hendur. Eg man enn þá þegar hann ætlaði að sækja læknirinn er konan mín lá fyrir dauðanum. Rá var hríð eins og núna en minni snjór. Hann fór ríðandi með tvo hesta. Læknirinn treystist ekki til að koma. þegar Jón kom aftur var hann gangandi. Öll föt hans voru freðin og önnur höndin kalin, en hestana hafði hann þurft að teyma hálfa leiðina móti hríðinni. Þið munið líka öll þegar mennirnir urðu úti hér um árið. Enginn treystist til að leita þeirra fyrr en veðrið lægði nema Jón. Hann fór og rakst á stafinn sem þeir höfðu stungið upp úr fönninni. Tvær ferðir fór hann og bar þá sinn í hvoru lagi á skíðunum heim til bæjar. Voru báðir mennirnir svo þrekaðir af kulda og þreylu, að þeir lágu í rúminu fram á vor, en Jón gengdi störfum sínum daginn eftir, Það er ekki í fyrsta skifti í dag sem hann stígur á skíði, og þetta verður ekki í síðasta skifti sem hann ferðast í stórhríð«. Menn sögðu ekki neitt frekar og skömmu síðar var gengið til rekkju. Daginn eftir fóru menn fyr á fætur en venju- lega, því að margt var að gera á aðfangadag jóla. Hríðinni smálétti eftir því sem leið á daginn og um hádegi sást til fjalla. Mönnum varð tiðgengið út til þess að gæta að hvort ekki sæist til Jóns, og krakkarnir voru ætið að spyrja um hvort kertin færu ekki að koma. Svo hagaði til, að hægt var að sjá langt að til ferða hans, og Joksins þóttist einhver sjá mann koma út hjá fjalli langt í burtu. Nú þustu allir út og horfðu á manninn, sem þeir töldu víst að væri Jón. Hann bar hratt yfir á skíðunum svo að snjórinn þyrlaðist upp i kringum hann. Menn töluðu um það sín á milli að heppilegt væri, að bjart væri veðrið er hann færi fram hjá gilinu. En varla var orðunum slépt er aftur syrti skyndilega, og hríðin skall á með meiri ofsa en áður. Allir sneru inn hið skjót- asta. Enginn mintist á Jón, það var eins og öllum findist hann eiga líf sitt undir því, að enginn nefndi hann. En allir hugsuðu um hann. Það var órólegur svipur á hverju andliti. Jafn- vel börnin hættu að spyrja hvort Jón færi ekki að koma með kertin. Dagurinn leið og er skyggja tók var Jon ókominn. Fólkið sinti verkum sínum og sagði fátt. Við og við var horft út til þess að vita hvort ekki lægði veðrið. En óveðrið hélst óbreytt. Um kvöldið þegar fólkiö hafði lokið verkum sínum las bóndi húslesturinn. Allir hlustuðu alvarlegir og bugsandi. Sumir voru líklega að hugsa um manninn sem vantaði í baðstofuna, og ef til vill á þessari sömu stundu lá hálf- dauður í gilinu eða hulinn í fönn einhversstað- ar á fjallinu og hlustaði á þytinn í hriðinni i stað húslesturs. í einni svipan stóð hver maður á fætur. 011- um heyrðist gengið inn í bæinn. Menn biðu og fótatakið færðist nær. Baðstofuhuiðinni var hrundið upp og Jón kom inn fannbarinn fra hvirfli til ilja. Hann studdist við dyrustafinn um leið og hann spretti frá sér yfirklæðum og tók fram kassa af smákertum. »Hér eru jólin handa börnunum« sagði hann og brosti þreytulega. »Hitt liggur í gilinu bja skíðunum minum, brotnum«. Z. í. s. í. V ærin g j a sveitin tekur við nýj- um meðlim- um eftir ný- árið. Vær- ingjasveitin er skátafélag, en auk skáta- íþrótta, geta diengir feng- ið tilsögn 1 ' öðrum íþrótt- um, svo sem: knaltspyrnu, glímu, skot- fimi, blaup- um 0. fl. Inntöku geta allir drengir fengið, sem orðnir eru fullra 12 ára, með því að snúa sér til Ársæls Gunnarssonar Hafnarslræti 8, Reykjavík.

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.