Þróttur - 15.12.1920, Qupperneq 18
24
í5 R Ó T T tí íl
inn var jafnt hjá foreldrunum sem börnunum,
hjá eldri og yngri systkinum og aðslandendum;
allir keptust um að hjálpa, hvetja og leiðbeina.
Og umsjón alla höfðu helztu stórkarlar héraðs-
ins og ríkisins á hendi, og gerðu það af al-
huga.
Hve langt skyldi þess að bíða, að helztu
efnamenn, kaupmenn, verkfræðingar, sýslumenn
og bæjarfógetar heima framkvæma alment með
slíkum áhuga eftirlit og stjórn barnakappleika
þar?
Um kvöldið var verðlaunum útbýtt. Gerði
það einn af íþróttaleiðtogunum frá Stockhólmi.
Hélt hann ræðu um leið og beindi orðum sín-
um sérstaklega til barnanna og aðstandenda
þeirra. —
Morguninn eftir voru þau byrjuð að æfa sig
undir næsta mót að vetri, með eins miklum
áhuga og þau hlupu daginn áður. Og þau voru
ekki lött.
Mig langar að geta þess hér, að dagana, sem
eg var í Stockhólmi, sá eg að þar voru skauta-
hlaup æfð meðal barnanna af sama kappi.
Hvert barn var með skauta. Og tvo barnaskóla-
flokka sá eg ganga niður á ísinn í fylkingum
undir eftirliti kennara, með skauta í höndum.
Hvorki þar eða hér hefi eg heyrt þess getið eða
orðið þess var, að þau mættu ekki vera þarna
og ekki þar, heldur hvött, hjálpað og Ieiðbeint.
»Öðru vísi mér áður brá«! Aumingja íslenzku
börnin! »Ekki er kyn þótt keraldið leki«, og
þau séu dálítið framkvæmdasljó til annars en
óknytta og lögbrota, þar sem það er bezt kent
með óheilla-bönnum og hömlum á alla vegu á
eðlilegustu þörf barnsins, þeirri að leika sér og
reyna kraftana og þorið.
Á föstudaginn var þreytt 120 rasta boðhlaup
í 4 þriggja manna flokkum. Hófst það í Eds--
byn, en endaði hér. Var því ekki hægt að fylgj-
ast með í hlaupinu nema af símfregnum. En
þær voru birtar hér í gluggum jafnóðum,
var áhuginn mikill. Komu flokkarnir inn weð
þessum tíma: Bollnás 10,4710, Mora 10,52 25,
Ostersund 10,5645 og Lundvika 1 1,0727.
Sagt er að Bollnás-ingar hafi unnið á fyrsta
og þó einkum siðasta kafla hlaupsins, þv> *
miðkaflanum hafi þeir orðið einna síðastir. En
þar hafði Sundin nokkur frá Mora hlaupið svo
vel, að félagi hans í síðasta kaflanum bafði
staðið lang-bezt að vígi. A. Person hljóp síð-
asta kaflann i Bollnás-flokknum, og er sagt að
þar muni hann hafa meir notið þess, að har>n
var kunnugri en keppinautur hans, Stiáls Er-
iksson. Var fjölmenni mikið við markið þó að
klukkan væri orðin 10, þegar sá fyrsti koin
Á laugardaginn var 20 rasta hlaup fyiir ungl'
ingspilta 18 — 20 ára, 10 rasta hlanp fyrir stúlk-
ur og síðast 15 og 18 rasta viðavangshlaup.
í 20 rasta hlaupinu varð fyrstur K. Lund*
qvist á 1,1266. Pátt-takendur 45.
Töluvert voru áhorfendur spentir fyrir því í
stúlkna hlaupinu, hvor yrði fljótari nr. 12 sem
talin var skæð eða nr. 17, sem var »meistari« fra
fyrra ári. En hún vann nú hlaupið aftur á 4243.
Hún heitir Elín Pikkuniemi og er finsk að'seU*
Sú næsta varð 4327, en sú firnta var langminst
og sýnilega yngst — Melly Johansson —, þó
var hún að eins 4551, og var það talið ágæt-
lega gert. í þessu hlaupi tóku 40 stúlkur þátt.
í 15 rasta víðavangshlaupinu varð fyrstur
Einar Olsen á 1 ,1306, en í 18 rasta A. Lind-
ström á 1,2241. Pátt-takendur í báðum 27.
Bezt var veðrið þennan dag. Hæg norðanátt
með4—6stiga frosti. Annars hefiralla dagana verið
krapasnjór á daginn, þó stirðnað hafi um nætur.
Fyrir öll hlaupin var troðin braut á skíðum,
nema boðhlaupið og víðavangshlaupin. Og
þannig var frá
gengið, að runnið
var af stað og
komið aftur inn á
sama stað. Leit það
hér um bil svona
út (sjá myndina):
Allir leikarnir voru byrjaðir kl. 7V2 á morgn-
ana til þess að nota frostið sem mest og drýgja
daginn. Og var samt alt af fult af fólki við-
statt. Áhuginn þetta mikill þótt hrifningin væri
misalmenn.
Barna-hlaupin voru þó ekki byrjuð fyr en
(Framh. á bls. 27).
- * 1. *
3 Ors 3
<-<«« v A"