Þróttur - 15.12.1920, Síða 22
28
Í>RÓ T T UR
sinn. Teir stukku saman og stóð sá litli engu
síður en hinn, rendu svo sína leiðina hvor, en
tóku út við mannhringinn þelamerkur sveiflu
hvor í fangið á öðrum.
Þar með var leiknum lokið og fóru menn
heim. En vegurinn var til að sjá, svo langt
sem augað ej'gði, eins og skógarbelti í vindi,
sem smá-grisjaðist. Og síðast lá hann auður
og uppvaðinn eins og hver önnur krapaflá þvi
frostlaust hafði verið frá því kvöldið áður og
allan daginn hlýr vestanvindur og sólbráð.
Um kvöldið var verðlaunum úlbýtt í stærsta
salnum í »Kjöpingen« (= kaupstaðnum). Það
gerði krónprinsinn. Isaksson hlaut þarna ílest
verðlaun. Annars voru þeir afarmargir sem
verðlaun hlutu og eignuðust góða gripi, því
nógu er af að taka, þar sem allir, sem eitthvað
geta, kaupmenn, verksmiðjueigendur og aðrir
auð- og áhuga-menn, leggja fram allskonar
muni til verðlauna.
Litla 10 ára stökkvaranum veitti krónprins-
inn heiðursverðlaun.
Hér hefi eg á mjög ófullkominn hátt, reynt
að láta ykkur sjá með mér, hvernig Svíar halda
skíða-leikmót,
Yfirleitt hefir mér þótt það fallegt og skemti-
Iegt. Ró verð eg að geta þess, að mér geðjaðist
ekki vel framkoma sumra íþróttamannanna.
Verður það aldrei nógsamlega brýnt fyrir þeim.
sem íþróltir stunda, að láta framkomu sína og
líferni samsvara þrekinu og afrekinu á hvaða
sviði sem er.
Búningsgallanna hefl eg getið. En eitt er það
sem eg varð fljótt var að hér er ekki betra
heima. Það er baðhúsleysið. Og tilfinning
íþróttamannanna fyrir þörf á baði og baðhusi
virtist ekki á háu stigi. Var reglulega tilfinnan-
legt að sjá mennina koma úr 30 og 60 rasta
lilaupi, svo sveitta, að vinda hefði mátt yziu
fötin hvað þá þau innri, ef nokkur voru, fara
i þykkar uliarpeysur og treyjur utan yfir og
labba svo um þarna í hráslaga-krapa-kulda.
Ekki svo mikið sem þeir þurkuðu af sér svit-
ann og færu í þur og hrein nærföt. Þar stönd-
um við feti framar, þótt enn eigum langt í land
til að vera viðunandi.
Eg komst að því að hér er að eins til eitt
í verzlun
Helga Zoéga.
Aðalstræti 16.
Þar eru þau fallegnst,
fara bezt og eru sterkust.
Sendast út um alt land gegn póstkröfu.
Arerzlið við ])A sem nnglýsa f I’rótti.