Þróttur - 20.12.1922, Page 4

Þróttur - 20.12.1922, Page 4
82 ÞRÓTTUR A íþróttavel Bi. Eftir Dr. Louis Westenra Sambon. Sunnudaginn 3. júlí. — Um klukkan hálf þrjú fer eg meS Yal út á íþróttavöll. Þa8 er stór leikvöllur í sporbaug, girt- ur hvítsteindu bárujárni ogfána- . stöngum, með . . jöfnu millibili. Blika þar fánar Jamnerkur, Bret- lands og Prakklands, Noregs, Svíþjóöar, Belgíu,. Sviss og fleiri landa. Yfir hliðinu lesum við: „Velkominn verndari vor“ , skráð fagurdregnum hvítum stöfum á logarauSu klæði. A miðri norðurhlið rís hin nýreista konungsstúka, klædd þrílitum dúk og skreytt birkilaufbogum, er lianga á fjórum hornsúlum, og blaktir stór ís- lenzkur fáni á liverri þeirra. Beggja vegna konungsstúkunnar eru langar bekkjaraöir með tölusettum sætum handa gestunum. Alt umhverfis innan girSingar stendur aragrúi áhorfenda. Á miöju leiksviðinu hefir veriö reistur pallur meö tvíslám, „hestum“ og langri þverslá í tveim hlut- um, er livíla á stoðum til beggja enda og í miðju. Skátaflokkur kemur inn; alt háir, glað- legir og bjartir drengir. Allmargir lúöra- menn, í dökkbláum treyjum, hvítum bux- um og meS hvítar húfur koma inn með hljóðfæri sín. Raða þeir sér í hring nálægt hlrðinu og fara að leika á hljóðfærin. Kallari kemur fram á leiksviðið, setur tallúðurinn fyrir munn sér og tilkynnir, að sex hlauparar séu nýlagðir af stað frá Álafossi í kapphlaup, sem eigi á sínum tíma að enda á íþróttavellinum eftir tvær umferðir. Þarna kemur forsætisráðherrann; geng- ur hann yfir leiksvæðið og liorfir hugsandi á völlinn. Skátarnir eru nú að afhenda mönnum dagskrána. Porseti Alþingis nálg- ast stúkuna og kinkar til mín prúðlega. Hinn danski tíðindamaður Reutersfrétta- stofu fvlgir honum, lieilsar mér hlýtt og ánægjulega, eins og honum var títt, og sest hjá mér. Áhorfendurnir standa nú í sex og sjö' röðum. Það lítur rxt fyrir að öll Reykjavík sé þarna. Langt burtu, handan við suður- hlið járngirðingarinnar, rísa purpurafjöll og andspænis þeim Snæfellsjökull, furðu- iegt smuþakið eldfjall, í lögun alveg eins og Feneyja sykurtoppnr. Klukkan er þrjú. Konungsfólkið er kom- ið á völlinn og lúðraflokkurinn blæs sem bezt hann má. Konungurinn gengur inn og' ber síða dökka yfirhöfn, drotningin or í músgráum búningi; hefir liún ljósmynda- vél í vinstri hendi og mjúkt blátt siag á handleg’gnum. I fylgd með komxngi og' drotningu eru allmargir liðsforingjar úr lier og flota. Binn af sjóliðsforingjunum er kominn á seil lijá ungri konu með ljós- myndavél í hendi, er siglir beint fram fyrir konungsstúkuna og miðar ákveðið. Hér koma íþróttamennirnir. Poringi skniðgöngunnar er herra Björn Jakobs- son leikfimiskennari, karlmannlegur mað- ur í hvítum bol og hvítum flónelsbuxum og með breitt blátt band um mittið; á und- an ber hr. B. G. Waage fána íþróttasam- bands Tslands, úr bláu silki og dreginn á þróttöflugur Þórsarmur og -hamar. Honum fylgja hinir meðlimir stjórnar í. S. Ú, þeir Axel V. Tulinius, Guðm. Björnsson, Hallgrímur Benediktsson og Halldór ITan- sen. pessir menn eiga mikið lof skilið, en i L

x

Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.