Þróttur - 20.12.1922, Side 8
86
Þ Ií (') T T U R
Sundháskóli.
Nokkrar hugleiðingar um sundkenslu
og sundkunnáítu.
Eftir
Steingrím Matthíasson.
Þegar eg var í skóla þótti eg allgóöur í
söng, teikningu og leikfimi, en lélegur í
stæröfræSi, svo að stiuidum lá viS að hún
drægi mig langt niður í bekk. Þegar sund-
kensla byrjaði í 2. beklt fekk eg einnig orð
á mig, sem býsna góður sundmaSur, en þaö
var með fram þvi að þakka, aö eg liafði
fengið tilsögn áSur.
Það voru engar einkunnir gefnar í skól-
anum livorki fyrir söng, leikfimi, teikn-
ingu, né sund, en fyrir öll liin fögin
ekki síst stærðfræSi, því hún var fjórföld
viö 4. bekkjar próí'. Þetta þótti mér rang-
látt og þykir enn.
Maðurinn er bæði líkami og sál og allan
manninn á aS virða eftir því —- bæöi hve
góSum líkama og hve góSri sál hann er
gæddur — hve vel hann er af guði gjörður
og hve vel hann hefir ávaxtað sitt pund
andlegt sem líkamlegt. En gætum vel að
því, að andlegt og líkamlegt atgjörvi er í
rauninni sameinað óaSskiljardega í öllum
okkar athöfnum eða liugrenningum, orSum
og gjörðum, svo eg taki mér í munn oi'S úr
Kverinu. Og þaS er sama hvort við tökum
stærfræðishneigð, sundleikni, dráttlistfengi
eða annaS; alstaSar kemur til greina sam-
vinna líkama og sálar, þess vegna sann-
gjarnt að öllum fögunum sé gjört jafnt
undir liöfSi. Hvert fyrir sig sýnir einn af
eigiuleikunum sem í sameiningu útlieimtast
til að rnaSur geti heitið „vel að sér gjörr“.
Með vaxandi aldri og lífsreynslu hefir
mér orSið ljóst hve langt hefSi mátt kom-
ast í mörgu faginu, ef rétt hefSi verið
stefnt, tilsögn og æfing nóg. Vil eg sérstak-
lega nefna sundið. Því miSur held eg, aS
enn hjakki þar í sama farinu og þegar' eg
lærði. Mönnum er kent aS fleyta sér í
lygnu vatni og oftast volgu. Kallast síðan
sjjndir. En þetta gagnar lítið þegar út í
hættuna kemur. pað þarf að œfa menn í
að lenda jafnt í S cylla sem C h ar yb-
dis.
Eftir þjóðsögninni voru í Messínasundi
tveir hringiðusvelgir, afarhættulegir sjó-
farendum. ÞaS var erfitt aS sneiða hjá
þeim, því vildu menn forðast Scjdla, þá
goin viS hin engu síður geigvænlega Char-
ybdis. Hómer og Virgilíus skáld liafa báð-
ir lýst þessum háskastöðum, og eru þær
síSan aS orðtaki hafðar. Aðeins fáir kom-
ust lífs af, þeir sem gátu haldið sér uppi
á sundi („rari nantes in gurgite vasto“).
Eg er orSinn löngu leiöur á að lesa um
Nýárssundið í Reykjavík. þetta sama fyr-
irbrigði ár frá ári: — hundakuldi (svo að
áhorfendur að minsta kosti skjálfa), ræðu-
maSur of kælist — sundskáli ómynd —
landsmet •— heimsmet — sundbikar úr
silfri o. s. frv.
Eg hef, eins og *Jón Leifs, andstygS á
hinu emstrengingslega ofurkappi í íþrótt-
unum ; það er hingaö komið eins og annaS
tíslcufaraldur frá útlöndum (alt þarf að
apa, þó vitlaust sé). þessi rembingur, að
vinna fem flesta metra eða segjum stikur
á sem fæstum sekúndum (sem vantar ís-
lenzkt orð yfir, og salma eg þess þó ekki).
Er ilt aS vita heilsu góðra drengja
stofnaS í háska hjarta- og taugabilunar
meS þeim hamagangi, sem kallaS er kapp-
sund, kapphlaup, knattspark o. fl. En eg
skal nú aSallega halda mér viS sundið. Eg
vil að vísu keppni í íþróttum, en þannig,
að sú keppni liafi eitthvert gagnlegt mark
og mið.
Eg vil t. d. að . keppnin í sundleikni
*) Sbr. grein hans í Þrótti nýlega.