Þróttur - 20.12.1922, Blaðsíða 9

Þróttur - 20.12.1922, Blaðsíða 9
ÞRÖTTUR 87 ,w gangi öll út á að sýna hver hezt getur hjargað sér og öðrum frá druknun. Og þeim vil eg gefa bikarinn sem skar- ar fram úr að snarræði og fimleik í að komast úr sýnilegum háska og hjálpa öðr- um að auki. Við sundpróf og kappsund er öll áherzl- an lögð á, að láta sundmenniua keppast í flýti og að komast sem lengst. Sá, sem lilýtur sigurlaunin í þessu er þó engan- veginn vísari til en margur annar (sem minna ber á) að frelsa sig og aðra í sjó eða vatni. Þá ríður oft meira á að fara nógu hœgt og gwtilega en að hamast fyrir- hyggjulítið. Þá verður forsjá að fylgja kappi og um að gera, að geta haldið sér lengi uppi. Hér á landi ríður á, að kunna að bjarga sér jafnvel í hringiðu kaldra jökulvatna og sto'rmkviku sjávarins. Og svo er að bjarga öðrum undir sömu skil- yrðuin. Við skulum beina kappinu öllu í þessa átt. þá öðlast það bæði réttlæting og helgun. Nýárssundið í Reykjavík er gott fyrir sig — svona við og við. Látum oss hafa annað til tilbreytingar. Og ekki skulum við rígbinda okkur við stað og stund í hundakulda, hvassviðri og rigningu i hvert skifti. Það má stundum vera- sumar og gott veður. Við skulum t. d. fara með sundkappana austur að Olfusá. Látum þá spreyta sig á, að synda yfir ána; t. d. lijá brúnni, þar sem enski verkfræðingurinn drap sig, og fleiri að mig minnir. Látum þá velja hávaða og liringiður, sem sýnast óáreiinilegar. En við skulum hafa þá í bandi, með líftaug um mittið skal sund- kappinn ekkert eiga á hættu. og látum hann þar reyna að bjarga öðrum. I næsta skifti skulum við velja Skeiðará eða annað vatna-tígrisdýrið lijá Skaftfell- ingum og sjá hvað strákar duga. Látum þá hafa hesta meðferðis, bæði trúntur og góða vatnahesta, síðan losna við klárana í miðri forinni (þ. e. iðukast- inu neðan við strenginn, sem Skaftfelling- ar svo kalla), og bjargast eigi að síður. Eða látum þá leika það eftir, sem sagt var um Árna biskup Ólafsson, að hann batt hestinn við fót sér og synti yfir ána (Öl- fusá). Þar ilæst förum við út á sjó. Látum sundkappana vera á lítilli kænu eða stærra fari og hvolfa undir sér. Sjá svo hverjir skara fram úr í því að komast á kjöl og hverjir þurfa bjarg'ar líftaugarinnar o. s. frv. þetta og því líkt vil eg' að sundkappar vorir keppist um að sýna okkur í framtíð- inni. Og til undirbúnings slíkum liagnýt- um íþróttum verður að stofna sundháskóla í höfuðsta&num. Svo má seinna við hent- ugleika heimsækja Skagfirðinga og sýna þeim, að enn er maðúr, sem þorir að sækja eldinn yfir Reykjasund. Fyrir ofan garð neðan. I vorvarsjóðurstofnaður afknattspyrnu- mönnum með 5 þús. kr. og’ nefndur „Olym- píusjóður lmattspyrnumanna' ‘. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, á aðeins að veita fé úr honum „til undirbúnings undir Olym- piufarir“ og „þegar til þess kemur að senda út íslenzka lmattspyrnumenn til þátt-töku í Olympíuleikunum 1924 eða síð- ar“. Nú hefir heyrst að stofnféð sé að mestu uppétið til ýmislegra út- gjalda, líklega út af komu slcosku knatt- spyrnukennarans, sem oftast hafði „frí“ meðan hann dvaldi hér. Ef þetta er svo, sem sagt er, hlýtur það að vera í samráði við K. R. 1. og með samþykki í. S. í. En sumum finst þó óneitanlega dálítill vafi á, að stofnfénu hafi verið varið beinlínis eins og til var ætlast og muni því gagnsemin fara bæði fyrir ofan garð og neðan. J. St.

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.