Þróttur - 20.12.1922, Blaðsíða 10

Þróttur - 20.12.1922, Blaðsíða 10
88 ÞRÓTTUR Skíðfarir. i. Hér á lancli hefir lítiö borið á sskíða- kunnáttu manna, nema í einstöku héraði, og þá að jafnaði sprottin af þörf á því að komast feröa sinna. Þess vegna hefir og fáum orSið að vegi, að athuga á nokkurn hátt, hvort skíðin sjálf eða fótabvinaður skíðamanna væri af beztu og þægilegustu gerð. I þessu efni hafa Islendingar lítið hugsað fyrir umbótum, heldur tekið við því mann fram af manni, sem forfeður og mæður réttu að þeim og notað á sarna liátt og þau gerðu. Skíðin o'g skíöaböndin liafa iþví altaf verið léleg og líklega heldur hrakaö með dofnandi áhuga á íþróttinni og þverrandi getu. I nágrannalöndunum, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi, hefir verið leitast við að gera umbætur á þessu, svo aö meira mætti gera með skíöum og þau orðið betri og léttari áhöld. Einkum hafa Norðmenn komist langt í þessu, svo að nú þykja þeir öðrum fremri í skíðaíþróttum, meðferð skíða og öllum útbúnaði. Auðvitað er, að skíðin hafa ekki altaf né alsstaðar verið eins. Þau liafa verið og eru enn ineö ýmsu lagi, gerð og búnaði. Þau hafa víðast verið að taka breytingum til batnaðar eftir því sem reynslan kendi atluigulustu skíðamöniiunum. Sama má segja um klæðnað skíðamannsins, binding- ar og fótbúnað. Það sem sameiginlegt er við allar skíða- gerðir, er þetta: Þau eru þunnar fjalir, þykkastar um miðju, vegna slits og burðar- magns, svo mjóar sem kostur er á vegna fót- breiddarinnar, til þess að mótstaðan í snjónum sé sem minst og svo langar sein þörf er á, til þess að þau geti borið þunga þann, sem á þau þarf að leggja. Ogloksmeð ílanga líðandi beygju að framan, til þess að þau renni nógu léttilega á snjónum, yfir öldur og hnjóta, sem fyrir verða, og rekist ekki í eða hlaði fyrir sig. Þelamerkur skíðin eru sú tegund, sem mest hefir rutt sér til rúms víðast livar um Noreg og miklu víðar. Þau virðast halda áfram sigurför, hvar sem reynd eru, einkum þar sem stökkíþrótt er iðkuð. Tek eg þau hér til fyrirmyndar og lýsingar. II. Þelamerkurskíðin eru munum þykkust um miðjuna, mjög þunn fram um fjöðrina (beygjuna) en þyknandi aftur þaðan á blá- tána og vel þunn aftur á sporðinn. Þau liafa ofurlítið bogadregnar hliðar, eru breiðust um f jöðrina en mjóst um tábands- augað og breikkandi aftur á sporðinn. Venjuleg lengd á að vera rösk seilingar- liæð mannsins, sem nota á skíðin, eða lianda fullorðnum mönnum frá 227—245 cm., oft- ast í kringum 236—238 cm. par sem þau eru breiðust, um fjöðrina, eru þau um 10 cm., um miðjuna 7,5—8 cm., og í sporðinn um 8,5—9 cm. Á þykt eru þau: um fjöðr- ina 7—9 m.m., um miðjuna 33—35 m.m. og í sporðinn um 9. m.m. pau eru venjulegast dökkleit með ljósum randdregnum rákum. Beygjan er löng og jöfn og miðja skíðisins spennulyft um 1,5—2 cm. — Á hvaða tæki, sein notað er til að draga á eða aka í snjó, skíðum, sleðum eða vöku-drögum, verður

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.