Þróttur - 20.12.1922, Blaðsíða 12

Þróttur - 20.12.1922, Blaðsíða 12
90 Þ R 0 T T U K gagni komi, þá ætla eg aS minnast á fóta- búnað þann, sem mest er notaður í Noregi. Norömenn hafa leitaö og reynt á þessu sviði eins og með skíSabindingarnar. Þeir virtust vera aS nálgast markiö þegar hinir svokölluðu „laupar“-skór komu fram. Þeir hafa að vísu tekiö ýmsum breytingiun frá því fyrsta, svo að nú líkjast þeir mest væn- um vatnsleður-vetrarstígvélum. Þeir eru hafSir svo stórir aS í þeim megi liafa búk- hárs- eSa geithæruleppa, auk sokkanna, án þess að þeir þrengi að fótunum, og eru aSeins frábrugSnir venjulegum reimarstíg- vélum af saum þeim á yfirleðrinu, sem ein- kennir tskóbúnað Lappa og Finna. Besti fótbúnaður, sem nú mun vera notaður, eru heilsaumuðu vatnsleSurstígvélin, saumuS meS bikseymi, randsaumuð með tvöföldum sóla alla leiS frá tá til hæls. Þessi stigvél eru höfS vel rúm svo að hvergi þrengi að fótunum. Sokkar þurfa að vera hreinir og hlýir. Sjálfsagt er aS veræ í tvennum sokk- um og séu ytri sokkarnir þykkir og gróf- gerSir. En allra heitast er aS hafa snjó- sokka utanyfir stígvélunum. Þeir þurfa aS vera klæddir skinni á tám, il og jarka, því ella slitna þeir fljótt í sundur. Fyrir skíðamenn, ekki síður en göngu- menn er nauðsynlegt að vera létt og þó hlýtt klæddir. Sérstaklega þurfa þeir að vera í vönduSum fötum yst. Enginn ætti að fara svo iit á skíðum langan veg, aS hann klæddi sig ekki vel í ullar nærföt með skjólgóSa húfu, trefil og vetlinga, sem gott er aS séu heldur laska lengri en alment ger- ist, auk þess búnings, sem nú hefir veriS nefndur. V. Frá fyrstu tíS mun stafur hafa verið fast fyigiáhald viS alt skíSaferðalag. En lengst hefir veriS notaSur einn stafur og hann nokkuð langur. Þessum langa staf beittu menn eðlilega meS báðum höndum, og öSriun megin við sig. Yar þá skrokkur- inn altaf dálítið undinn og hlaut sá liand- leggurinn, sem ofar var og yfir brjóstið lá, aS þvinga brjóstið meira eða minna. Niður brekkur var stafnum haldið annaShvort meS báSum höndum fyrir framan sig eða í annari hendi viS hlið sér og um hann miðj- an: Varð það oft aö slysi. En NorSmaSnr einn varð til þess að veita því athygli aS þægilegra og notadrýgra var aS hafa tvo stafi, sinn í hvorri hendi, og ekki þyngri eða lengri en svo, að einhenda mætti. Kost- irnir viS aö nota tvo stafi eru þessir: 1. Viðspyrnan með stafnum verSur altaf jöfn því að sinn stafurinn fylgir livorum fæti. 2. Brjóstið er óþvíngað af liandleggjunum og kroppurinn óundinn. 3. rfveir léttir stafir eru miklu viSráSanlegri en hinn langi, hvað sem í skerst. Stafirnir eiga aö ná notanda í öxl. Þeir veröa aS vcra úr léttu en sterku efni (bambusreir). I efri enda er fest leSur- reim, sem brugSiS er um úlfliSinn og hald- ið um til þess að gera takiS traustara, og til þess að draga stafinn í á eftir sér, ef farið er niSur brekku. Fyrir ofan broddinn (10—12 cm.) á aS vera trissa eöa hringur, gert úi' spanskreir eða tágum, til þess að stafurinn sökkvi ekki of djúpt í snjóinn og veiti góða viðspyrnu í lausamjöll. Slíkir stafir eru nú víðast hvar notaSir þar sem skíði eru notuð. VI. Skíðamenn þnrfa aS vera ráösnjallir og handlægnir. ÞaS er ilt aS deyja ráSalans. Margir eru fæddir með þeirri gáfu að geta bjargaS sér og öSrum þó eitthvaö fari af- laga, og eru slíkir menn livarvetna þarfir. Sjaldan er bagi aS bandi, segir máltækið, cnda vill oft verða svo á ferðalagi aS verra er að vera án þess. Það er líka sjálfsagt að hafa meS sér dálítiö af grönnu snæri og seglgarn, einnig nokkrar látúnsskrúfur, til þess aS skrúfa saman með bresti, sem kunna aö koma í skíSin, og svari lengd þeirra til

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.