Þróttur - 20.12.1922, Síða 19

Þróttur - 20.12.1922, Síða 19
Þ R Ó T T U R 97 * > draga það aftur og kasta laust, á sprettin- um. Sá, sem skortir afl, í framkastið, þarf að æfa atrennulaus köst og köst með hægri atrennu, — þar sem áskortir þarf að bæta úr, og til þess er að eins einn veg- ur, sá, að samræma æfinguna kostum ein- staklingsins og göllum. Þar með er ekki sagt, að að eins eigi að æfa til aö vinna upp gallana, heldur á þvert á móti að æfa vandlega öll atriði kastsins, en mest þau, sem ótömust eru, þar til samræmi er náð: gallalausu kasti í öllum atriðum — næst- um vélrænu kasti Æfingin veröur ætíð að vera í samræmi við ástand mannsins, til þess að koma að sem bestum notum; hatn. verður því aö fylgjast ve.i með sjálfum sór við æfingarnar — ekki æfa hugsunarlaust. Best er að æfa sitt atriðið hvern daginn, eins og að framan er sagt. Ekki má byrjandi kasta eins oft og sá, sem æfður er; er mjög varasamt að hætta á of mikla æfingu í spjótkasti — flestum íþróttum fremur — því það hefnir sín með því, að maðurinn kemst í ástand, sem kallað er yfirœfing eða ofþjálfi, og lýsir það sér á margan hátt; en aðaleinkennið er, að afturför kemur í stað framfara og menn eins og tapa bæði lagi og þrótti og kenna oft ýmsra annara óþæginda, aðal- lega frá taugakerfinu; en þó fylgja síðari einkennin ekki altaf. pað er oft erfitt að átta sig á því, hvort um yfiræfing er að ræða eða ekki; en séu þessi einltenni lang- varandi, er mjög líklegt, að þau stafi af þessari ástæðu, ef maðurinn er að öðru leyt.i heilbrigður og vel á sig kominn. — Hendi sú óheppni mann, að hann yfiræf- ist, er ekki til neins að halda áfram æfing- um, heldur verður hann að taka sér al- gerða hvíld frá íþrótt sinni og taka helst upp nýja háttu, svo sem hálfs mánaðar tíma; best er: reglulegar göngur, ekki þreytandi; nudd og volg böð. Getur hann, eftir þennan hálfan mánuð, verið búinn að ná sér svo, með réttilegri aðferð, að hann nái strax við byrjun æfinga sjálfum sér, — en það getur líka dregist miklu lengur. Allur er varinn því góður í þessu efni, og betra að æfa of lítið en of mikið. Spjótköst — eins og önnur köst — á jafnan að æfa með báðum höndum. Myyre, heimsmeistari í spjótkasti. Til þess að geta vænst góðs árangurs af spjótkasts-æfingu eru viss skilyrði nauð- synleg. pau skilyrði, sem nauðsynlegust eru, eru: liðleiki og snerpa, mikið afl og iimalengd eru og góðir kostir, en ekki óhjá- kvæmilegir. Margir eiga þessi skilyrði á háu stigi án þess nokkuð hafi verið gert til að þroska þau, en enginn á svo háu, að ekki standi til bóta. Bezta aðferðin til að .þroska þessa eiginlegleika alla og í fullu samræmi, er leikfimin. Yerða því allir íþróttamenn, sem ná vilja fullum þroska, að æfa leikfimi bæði sem undirbúning og jafnframt íþróttaæfingunum, ef mögulegt er að koma því við. Ól. Sveinsson.

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.