Þróttur - 20.12.1922, Page 20

Þróttur - 20.12.1922, Page 20
98 ÞRÓTTUR ÞRÓTTUR MÁNAÐARRIT UM ÍÞRÓTTIR OG LÍKAMSMENNING ÚTGEFANDI: ÍÞRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Verð 5 krónur iyrir árið, 10 blöð, greiðist fyrirfram. Allar fjárgreiðsl- ur stílist til afgreiðslu blaðsins, pósthólf 545, Reykjavík, einnig öll bréf um sending þess til kaupenda. Greinar til birtingar í blaðinu skulu naoona sendar ritstjóra. oooooa RITSTJÓRI: BJORN ÓLAFSSON Fimm ár eru nú síöan þróttur kom út fyrst og fór að tala máli íþróttamanna. SíSan hefir á hverju ári aukist tala þeirra sem hafa lesið hann, svo að nú munu fleiri sjá hann en nokkurt annað mánaðarrit íslenzkt. Þróttur hefir átt miklum vinsældum aS fagna og sýnir þaö að stefna og málefni íþróttamanna er ekki alstaðar illa séö. Þótt árangurinn af starfi blaösins þessi ár, megi hvorki telja nje vega, þá hygg eg að ekki hafi veriö unnið fyrir gíg. Tþrótta- stefnan er enn svo skamt á veg komin hér á landi að það starf sem mx er int af hendi fer til þess að undirbúa jarðveginn. Og fyrr en það er gert verður ekki uppskorið, enginn glæsilegur árangur eða stórfeld um- skifti. J>að kemur hægt, svo að enginn tekur _ eftir, vex eins og grasið. Þegar íþróttirnar eru orðnar einn þáttur í hinu daglega lífi þjóðarinnar, þá veröur gleymt það erfiði, sem nri hefir verið lagt þeim til gengis, en gott málefni er eins og huldufólkið, það borgar fyrir sig. þróttur mun næsta ár halda áfram til sömu áttar og hingað til. Stefna blaðsins er að styðja að aukinni líkamsmenningu í landinu. Þeirri stefnu mun það fylgja á líkan veg og áður, þótt það komist í nýjar hendur á næsta ári. En eg læt af ritstjórn þess með þessu blaöi. Björn Ólafsson. Vantar í erindisbrjefið. Hr. ritstjóri: — Eg hefi jafnan þótt nokkuð „konservativur", en oft kemur það fyrir að þeir sem svo eru, séu á sumum sviðum frjálslyndari en þeir frjálslynd- ustu af þeim frjálslyndu. Ekki alls fyrir löngu var bréf í Þrótti um það, að prestar ættu að prédika um íþróttir, hreinlæti og heilsufræði af stólnum einu sinni í mánuði. Eg verð að segja að mér finst hugmyndin þess verð að henni sé haldið á loft. Sum- um kann ef til vill að finnast að með þessu sé verið að draga úr alvöru og helgisvip preststarfsins. Öðru nær. Þeir mundu með því frekar starfa í anda Páls postula. En hér er verk fyrir fleiri. Hér er líka verk fyrir læknana. peir ættu að gera meira að því en þeir gera nú, að brýna fyrir fólkinu iðkan heilsuSamlegra íþrótta, hreinlæti og vatnsnotkun, ekki aðeins,,innvortis“ heldur og „útvortis“. Fólkið tekur meira mark á orðum læknanna í þessu efni en flestra annara og því ætti það að vera þeirra skylda að bera þetta mál fyrir brjósti og hrinda því fram. Það virðist óneitanlega vanta tilfinnanlega í erindisbréf þessara tveggja embættisstétta landsins, presta og lækna, að fræða fólkið um þetta málefni sem nefnt hefir verið. Þeir standa bezt að vígi að gera það og það er engu minni nauðsyn en þau störf sem þeir hafa nú með höndum. Old Boy,

x

Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.