Þróttur - 20.12.1922, Side 21

Þróttur - 20.12.1922, Side 21
ÞRÓTTUR 99 % V 'r— > Opin brjef. „Ekki iþróttamenn". Hr. ritstjórí: — Bg get ekki stilt mig lun að geta þess, sem þó er mjög ilt að vita til, það er hversu margir hafa horn í síðu íþróttamanna. pað er ekki máleí'niö sjálft sem menn hallmæla, heldur frekara mennirnir sem að því standa. Pyrir skömmu talaði eg viö fullorðinn mann sem er mjög hlyntur íþróttum og hefir áhuga fyrir þeim. Ilann sagði: „Hvernig eru svo íþróttamennirnir ykkar ? Eru þeir vel æfð- ir ? Bru þeir áhugasamir ? Lifa þeir eins og íþróttamenn? ISka þeir af kostgæfni og ná þeir nokkrum árangri? Nei, það er öðru nær. ITvaS eru þeir? Ekki íþróttamenn. Þeir eru óæföir. Þeir liafa engan áhuga og eru hvorki hráir né soðnir. Þeir lifa, margir hverjir, eins og „bavianar“. peir iSka íþróttirnar á höppum og glöppum. Bf þeir ná sæmilegum árangri þá er þaS oft- ast af einhverri slempi-lukku. Svona eru þeir, vantar í þá skapið, sýna engan lit frekar eu upplitaSur frakki. HeiSarlegar undantekningar aS vísu‘ ‘. * í staðinn fyrir kveriB. Hr. ritstjóiú: — Eins og allir vita hefir mönnum sýnst mjög á ýmsa vegu um þaö hvort ætti að halda áfram að troða kver- inu í krakkana eSa ekki. Sumir eru því fylgjandi og aðrir eru á móti því. Bg vildi nú leyfa mjer aö biðja Þrótt fyrir tillögu í þessu efni, tillögu sem eg vona að verSi vel tekiS af þeim sem um kverkenslu eiga aö fjalla. í staðinn fyrir að undanfarið hafa prestar og biskupar verið fengnir til þess að semja af miklum lærdómi kver banda krökkunum, þá sé nú fenginn góður læknir til þess að semja „kver“ um heilsu- fræði, sem þeim sé vel skiljanlegt og sé við þeirra hæfi. Ekki tyrfið og vísindalegt heldur bók sem þau hafa gaman af og vek- ur hjá þeim hvöt til þess að hlúa að heilsu sinni og venur þau á að styrkja og æfa líkama sinn. Eg veit að núna er ekki mikil áherzla lögö á að fræSa börnin um þessi efni, þó að fáir menn efist um að þeim yröi það notadrýgra en kverkensla, sem þeim leiðist og þau skilja ekki. Á. H. Dr. Sambon, sá, er ritar hina ágætu grein „Á íþrótta- velli“, er birtist á öðrum stað hér í blað- inu, kom hingað til lands í fyrrasumar. Hann dvaldist hér meöan konungsheim- sóknin stóð yfir, og feröaðist nokkuð liér sunnan lands. Hann var mjög hrifinn af landinu, og mun hafa í hyggju að koma liingað aftur, kynnast betur landinu og gera liér ýmsar vísindalegar rannsóknir. Dr. Sambon er nafnkunnur vísindamað- ur, og hefir hann gert ýmsar merkar upp- götvanir í læknisfræði. Hann hefir og feng- ist við ritstörf, enda sýnir greinin, að hann er enginn viðvaningur í þeim efnum. Að öðru leyti skal vísað til þess sem próf. Guðm. Pinnbogason hefir um hann ritað í síöasta hefti EimreiSarinnar.

x

Þróttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.