Þróttur - 20.12.1922, Qupperneq 26

Þróttur - 20.12.1922, Qupperneq 26
104 ÞRÓTTUR Dropinn og steinninn. „Má eg clettaf' sagSi vatnsdropinn. „Hví ætli þú megir ekki detta!“ sagði steinninn. Dropinn féll á steininn og' eftir fylgdu margir aSrir dropar. Droparnir héldn áfram að falla, án þess að steinninn veitti því nokkra eftirtekt, því að droparn- ir lirukku af honum eins og brotið gler. Lengi hrukku droparnir af steininum, en eftir langan tíma kom lítil liola, sem smá- stækkaði, þangað til droparnir gátu safn- ast í hana. Þetta er gömul saga, sem altaf er ný. Framfarirnar gerast ekki á svipstundu. Þær koma á löngum tíma og eru bygðar af æfilöngu starfi, baráttu og áhyggjum margra manna. Því lengur sem tekur að gefa mönnum réttan skilning og dálæti á einhverju málefni, því betur endist fylgi þeirra. pær stefnur sém rísa skyndilega upp með háum faldi, eru eins og hallir og aldingarðar, sem spretta upp undan töfra- stöfum. Það hverfur aftur eins skyndilega og það kom. Eftir verður að eins auðxir völlur. Starfsemi íþróttamanna er ekki ný. Iíún er æfa gömul og hún nær alstaðar ein- hverri fótfestu, því að_hún er sprottin af þörf. Og það fer eins með hana og öll méðul, sem nattúran þarfnast til þess að gera eitthvað hæft til að lifa, þau hverfa ekki, því að þeir sem tileinka sér þau, verða ofan á í baráttunni, og með þeim sú hvöt sem bjargar þeim. Það er ekki skvndiverk að gera heilar þjóðir að íþróttasinnuðu fólki, sem iðkar heilbrigðar íþróttir til þess að þroska sinn eigin líkama, gera hann íturvaxinn og sterkan, verðan þeirra eigin aðdáunar. En þetta vinst smátt og smátt, ef haldið er áfram í sömu átt, eins og dropinn, sem holar bergið, ef hann fellur ætíð á hinn sama stað. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ □ □ □ □ □ Þegar þú kaupir § EVERSHARP þá færðu blýant sem aldrei þarf að ydda og sem altaf skrifar jafn vel og skýrt. EVERSHARP endist heilan mannsaldur. I EVERSHARP eru 18 þumlungar af blýi. EVERSHARP er ó- missandi hverjum skrifandi manni. EVERSHARP er bú- inn til í ýmsum gerð- um, úr ódýrum málmi, silfri og gulli. Biöjiö altaf um hinn ekía EVERSHARP Sérhver getur fengið WAriL- PENNA eftir því sem honum best hentar. Þeir eru búnir til fyrir hvaða 306 hönd sem ér. Allir skrifa vel með WAHL-PENFA. Þeir mega heita óslítandi. — Fáið yður WAHL-PENNA sem fyrst og kynnið yður gæði þeirra. Þeir fást í verslunum. Umboðsmaöur hér á landi fyrir EVERSHARP og WAHL-PENNA er jónaían Þorsteinsson Símn.: Möbel. Reykjavík. Pósth.: 237 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ !□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□

x

Þróttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.