Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 8

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 8
8 9 „Citizenship in a Republic“. Þekktasti kafli ræðunnar er jafnan nefndur „The man in the Arena“ og hefst á þessum orðum: „Það er ekki gagnrýnandinn sem skiptir máli. Ekki sá sem bendir á hvernig hinn hrausti hrasar eða sá sem framkvæmir gæti hafa gert betur. Hróðurinn á sá sem raunverulega er inni á leikvanginum“. Prestarnir, sóknarnefndarfólkið, starfsmenn og sjálfboðaliðar eru fólkið sem í okkar tilfelli er inni á leikvanginum. Höfum það ávallt í huga. Á þessu kirkjuþingi verður lagt fram mál um sóknasamlag. Ég tel þetta afar brýnt því það er svo mikilvægt að rödd sóknanna heyrist betur og að þeirra hagsmunir séu vel skilgreindir. Nota bene, skilgreindir af þeim sjálfum. Ég vona að við eigum gott samtal saman á þessu kirkjuþingi og að góður árangur verði af starfi okkar þjóðkirkjufólki öllu til heilla. Að lokum þetta: Það mætti vera meiri gleði hjá okkur. Því má minna á þessi skilaboð úr 118 Davíðssálmi: Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði, fögnum og verum glaðir á honum.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.