Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 9

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 9
9 Ávarp biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur Forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar, vígslubiskup, tónlistarfólk, góðir gestir. Þegar saga kristinnar kirkju er skoðuð sést að staða hennar hefur verið með ýmsu móti hér í heimi. Nokkrir atburðir og mannanna verk hafa mótað hana, sveigt hana af leið, siðbætt hana og breytt stöðu hennar. Ber þar hæst sá atburður er við minnumst á næsta ári þegar munkurinn Marteinn Lúter mótmælti aflátssölu kirkju sinnar sem leiddi til þess að kirkjudeild sú er við tilheyrum er við hann kennd. Það var árið 1517 og hófst 500 ára minning siðbótarinnar með sameiginlegri bænastund kaþólskra og lúterskra í dómkirkjunni í Lundi á mánudaginn var, 31. október, siðbótardaginn. Í Lundi var lúterska heimssambandið stofnað árið 1947 og er íslenska þjóðkirkjan ein af stofnendum sambandsins sem telur núna 145 kirkjur í 98 löndum. Á vegferð lútersku kirkjunnar hafa ýmsar ákvarðanir verið teknar sem leitt hafa hana áfram á veginum. Hér á landi hafði kirkjuskipan Kristján III. Danakonungs sem lögtekin var árið 1541 mikil áhrif. Þá hófst þátttaka veraldlega valdsins á stjórn kirkjunnar, en það fyrirkomulag var við lýði í mismunandi myndum þó, til ársins 1997 er þjóðkirkjan tók við stjórn innri mála sinna. Þjóðkirkjuhugtakið er fyrst nefnt í stjórnarskránni sem staðfest var hér á landi árið 1874. Ákvæði hennar um þjóðkirkjuna hafði mikil áhrif vegna ákvæða hennar um vernd og stuðning ríkisvaldsins við kirkjuna. Það ákvæði er enn í gildi eins og kunnugt er og samkvæmt þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 vill meiri hluti þjóðarinnar að svo verði áfram. Hlýtur það að benda til þess að þjóðin vilji enn um sinn láta kristin gildi og lífsskoðun ráða för í mótun samfélagsins. Á meðan núverandi stjórnarskrá gildir hlýtur sá skilningur að ríkja, að það sé viljayfirlýsing ríkisins að það vilji standa á kristnum grunni, viðurkenni að þjóðmenningin byggir á kristnum verðmætum og vilji styðja kirkjuna til áhrifa á fólkið í landinu hvað varðar hugsunarhátt og framkomu. En hvað merkir það að hin lúterska kirkja okkar sé þjóðkirkja? Það merkir ekki eitthvað eitt. Það getur merkt það að meirihluti þjóðarinnar tilheyri henni. Sá skilningur hefur verið útbreiddur og finnst sumum þeim er ekki vilja tilheyra henni að það geti ekki gengið lengur að ríkisvaldið styðji og verndi kirkju sem fækkar í ár frá ári. Þjóðkirkja getur líka þýtt það að þjóðin og kirkjan séu nátengd, eigi samfylgd á stórum stundum í lífi fólks. Sú skoðun sem þó mest er haldið á lofti nú er að þjóðkirkjan sé þjóðkirkja vegna þess að hún vill þjóna öllum þeim er hér búa. Spyr ekki um skilríki þegar þjónustunnar er óskað. Þjóðkirkjan er kirkja sem hefur þéttriðið net um land allt og þjónar fólki í nærsamfélaginu. Boðar ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Það er kirkja sem er samhljóma þó raddirnar séu margar. Þá skilgreiningu vil ég nota um þá kirkju sem ég leiði sem biskup. Eins og kunnugt er setti Lúter fram kenningar sem hafa haft mótandi áhrif á kirkjuna sem við hann er kennd. Hann setti fram kenninguna um hinn almenna prestsdóm sem er ástæðan fyrir því að við erum hér saman komin. Kenningin gengur út á það að enginn munur sé á mönnum, allir séu jafnir. Skírnin sem sé hin eina vígsla. „Sá sem stígur upp úr skírnarvatninu, getur hrósað sér af því að vera nú þegar prestur, biskup og páfi“ sagði Lúter. Allir skírðir eiga að virða meginþætti almenns prestsdóms, sem eru boðun, fyrirgefning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.