Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 19
19
Kynning á siðareglum þjóðkirkjunnar og heilræðum fyrir þau sem starfa með börnum og
unglingum
1. mál varðaði siðareglur þjóðkirkjunnar og mikilvægi þess að fara yfir siðareglur
kirkjunnar og heilræði með launuðu og ólaunuðu starfsfólki sóknanna. Söfnuðir ættu að
halda slíka fundi í upphafi hvers starfsárs. Lagt var til að sóknarprestur eða fagaðili sæi um
kynningu og fræðslu tengda siðareglunum. Siðareglur og heilræði fyrir fólk sem starfar
má börnum og unglingum má nálgast á heimasíðu ÆSKR, ÆSKÞ og á kirkjan.is.
Staða æskulýðsfulltrúa á biskupsstofu endurvakin
Kirkjuþing unga fólksins 2016 ályktaði um að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa
þjóðkirkjunnar. Sú staðreynd að nú væri enginn starfandi æskulýðsfulltrúi á biskupsstofu
gæfi til kynna að æskulýðsstarf væri ekki mikilvægt innan kirkjunnar og það væri stór
galli á starfi hennar. Æskulýðsfulltrúi á biskupsstofu væri formlegur málsvari barna- og
æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar og hlutverk hans væri m.a. að fara yfir siðareglurnar og
ítreka skimun leiðtoga í söfnuðum.
Meðferð þingmála á kirkjuþingi unga fólksins
Lagðar voru til breytingar á starfsreglum kirkjuþings unga fólksins til að auðvelda
kirkjuþingsfulltrúum að fylgjast með meðferð þingmála að þingdegi loknum og til að
tryggja að málin fengju eðlilega málsmeðferð en enduðu ekki í skúffu og gleymdust.
Þingmál og þingskjöl skyldu vera aðgengileg öllum fulltrúum á netsvæði og þar væri
einnig hægt að sjá hvar í kerfinu málið væri statt.
Fjórum vikum fyrir settan þingdag ættu kirkju þings fulltrúar að fá upplýsingar um af greiðslu
mála frá fyrra ári. Þá kæmi forseti kirkjuráðs á þingdegi til að gera grein fyrir afgreiðslu
mála fyrra árs og svara fyrirspurnum. Þá væri hægt að leggja mál fyrir þingið aftur teldist
það ekki hafa fengið fullnægjandi afgreiðslu. Þings ályktunar tillagan innihaldi greinar góða
lýsingu á því sem betur hefði mátt fara í meðferð málsins og tillögur til breytinga.
Fræðslustefna þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing unga fólksins kallaði eftir því að kirkjan fylgdi eftir sínum eigin samþykktum
og stæði vörð um æskulýðsstarf í söfnuðum. Þau hvöttu biskup Íslands og kirkjuráð til að
tryggja að samþykktri fræðslustefnu kirkjuþings 2005 væri fylgt eftir og vísuðu í 1. kafla
fræðslustefnu þjóðkirkjunnar, 4. lið sem fjallar um starf með börnum og unglingum, en
þar er tilgreint meðal verkefna sé að:
„Stuðla að samfélagi fyrir unglinga í kirkjunni s.s. með æskulýðsfélagi.“
og:
„Búa ungt fólk undir virka þátttöku í safnaðarstarfi.“
Tvær sóknir í Hafnarfirði og ein í Reykjavík hafa lagt niður unglingastarf sitt til viðbótar
við þær kirkjur sem enn lengur hafa vanrækt starf sitt á þessu sviði án þess að brugðist
hafi verið við eða gerðar við það alvarlegar athugasemdir. Það er óviðunandi að stórar
sóknir komist upp með það að sleppa þessum mikilvæga hlekk í þroskaferli trúarinnar til
að spara nokkra tíkalla.