Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 23

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 23
23 prestsembætta og rekstrarkostnaðar. Að lokum er samþykkt beiðni sálmabókarnefndar um að færa ónýtta fjárheimild yfir á næsta ár. Á (2)42. fundi er samþykkt að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlana biskupsstofu, kirkjumálasjóðs og kristnisjóðs fyrir árið 2016 til næsta fundar og jafnframt er samþykkt að fjármálahópur kirkjuráðs rýni og undirbúi afgreiðslu fjárhagsáætlana. Þá er samþykkt endurnýjun samnings milli kirkjuráðs og kirkjugarðaráðs varðandi mælingar, ráðgjöf og kortagerð. Á (2)43. fundi er samþykkt sú breyting að gerð verði sérstök rekstraráætlun fyrir kirkjumálasjóð, kristnisjóð og biskupsstofu fyrir árið 2016 þar eð rekstur biskupsstofu og styrkveitingar sjóðanna verði nú bókfærð á hvert viðfang. Kirkjuráð samþykkti síðan framlagðar rekstraráætlanir þessara aðila. Þá samþykkti kirkjuráð ársreikning kristnisjóðs 2015. Ráðið samþykkti síðan að veita Skógarmönnum KFUM vegna byggingar í Vatnaskógi styrk að fjárhæð 5 m.kr. og að veita kirkjumiðstöðinni á Eiðum styrk að fjárhæð 2,4 m.kr. úr Jöfnunarsjóði sókna. Að lokum var samþykkt að fela framkvæmdastjóra að skoða lög um Hinn almenna kirkjusjóð með það fyrir augum að finna sjóðnum ný verkefni. Á (2)46. fundi voru tekin fyrir þrjú mál á sviði fjármála en engin endanleg afgreiðsla fór fram, tveimur málum var vísað til næsta fundar. Á (2)48. fundi voru teknar fyrir og samþykktar endurskoðaðar rekstraráætlanir biskupsstofu og kirkjumálasjóðs. Bókað er að kirkjuráð samþykki að kr. 52.218.829, - verði bakfærðar frá biskupsstofu yfir á kirkjumálsjóð. Um þann hluta styrks vegna hagræðingarkröfu sé að ræða sem ógreiddur var 31.12.2015. Heildarstyrkurinn hafi verið áætlaður kr. 124.500.000, - skv. fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Þá segir að kirkjuráð samþykki að kr. 72.281.171.-, verði endurgreiddar kirkjumálasjóði af reikningi biskupsstofu, en það sé sá hluti styrksins sem búið hafi verið að greiða á árinu 2015. Að lokum segir undir þessum lið að kirkjuráð samþykki að veita heimild til að nýta ónýtta fjárheimild frá síðasta ári á yfirstandandi ári að fjárhæð kr. 222.216.- til að fjármagna þjónustu við tálknmálstúlkun. Að lokum eru tekin fyrir tvö mál og afgreidd með endanlegri samþykkt. Lögð er fram beiðni þjóðmálanefndar um aukna fjárveitingu vegna yfirstandandi árs og samþykkt að veita þjóðmálanefnd viðbótarfjárveitingu úr kirkjumálasjóði að fjárhæð kr. 500.000.- og verði því í heild að fjárhæð kr. 800.000.- vegna yfirstandandi árs. Að síðustu er lögð fram beiðni nefndar um fimm alda minningu siðbótarinnar um að fá að nýta ónýtta fjárheimild vegna ársins 2015 á yfirstandandi ári. Kirkjuráð samþykkti beiðnina. Á (2)49. fundi eru lagðir fram og samþykktir ársreikningar kirkjumálasjóðs og þjóðkirkjunnar fyrir árið 2014. Á (2)50. fundi er fundargerð fjármálahóps kirkjuráðs frá 6. maí sl. lögð fram og kynnt. Þá er sam þykkt að fela fjár mála hópi kirkju ráðs að undirbúa tillögur að skipan ráð gjafaráðs um fjármál til að styðja við söfnuði, kirkjuráð og biskupsstofu í samskiptum sínum við fjár mála stofnanir. Þá samþykkir kirkjuráð að veita fjárheimild að fjárhæð 1 m.kr. úr kirkju mála sjóði til Prestastefnu 2016 til viðbótar við þær 3 m.kr. sem áður höfðu verið sam þykktar í kirkjuráði. Síðan er sam þykkt að kostnaðar hlut deild kirkju málasjóðs og Jöfnunarsjóðs til biskups stofu samkvæmt fjárhagsáætlun 2016 verði greidd biskupsstofu mánaðarlega. Kirkjuráð telur mikilvægt að slíkt byggi á sjóðs streymis áætlun. Að lokum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.