Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 26

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 26
26 27 Önnur mál Á (2)41. fundi er vitnað til ályktunar kirkjuþings og skipað í starfshópa kirkjuráðs. Þá er vísað í ályktun kirkjuþings og skipað í þriggja manna starfshóp í tengslum við stefnumörkun þjóðkirkjunnar um eignir og eignastýringu. Þá var bókað að lögð hafi verið fram sáttatillaga úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í fimm liðum til málsaðila í máli nr. 1/2015. Kirkjuráð samþykkti fjóra fyrstu liði sáttatillögunnar. Þá er ákveðið að áfrýja máli númer E-69/2014 í héraðsdómi Vesturlands, til Hæstaréttar. Að lokum er lagt fram bréf frá Einari Karli Haraldssyni f.h. undirbúningshóps frá 6. desember sl. vegna samráðs- og vinnufundar Alkirkjuráðsins og þátttöku í Arctic Circle ráðstefnunni 2016. Kirkjuráð samþykkti að veita 2,5 m.kr. í verkefnið úr kirkjumálasjóði vegna ársins 2016. Á (2)46 fundi er bókað að kirkjuráð samþykki að stofnaður verði verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. Formaður stjórnar Skálholtsstaðar kynnti drög að skipulagsskrá fyrir stofnun verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju. Á sama fundi samþykkti kirkjuráð að veita 2 m.kr. úr kirkjumálasjóði til viðræðunefndar kirkjunnar vegna fjársamskipta ríkis og kirkju, til sérfræðiaðstoðar. Þá var samþykkt að veita allt að 2 m.kr. úr kirkjumálasjóði til forsætisnefndar kirkjuþings til að undirbúa tillögur að starfsreglum um biskupsstofu. Á (2)47 fundi var bókað að niðurstaða úrskurðarnefndar í máli nr. 1/2015 hefði verið kynnt á 246. kirkjuráðsfundi. Kirkjuráð samþykkti að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar skv. 13. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Kirkjuráð samþykkti að fela Gesti Jónssyni hrl. að fara með málið fyrir áfrýjunarnefnd. Séra Gísli Gunnarsson óskaði að bókað yrði að hann greiddi atkvæði gegn samþykktinni og vísar til hjásetu sinnar í fundargerð frá 9. júní 2015 lið 3. f) i. Einnig mótmælti hann því með tölvupósti dags. 22. okt. 2015 að ráðinn yrði lögmaður (hrl.) til þess að fara með málið fyrir hönd kirkjuráðs. Svana Helen Björnsdóttir óskaði að bókað yrði að hún sat hjá við afgreiðslu málsins. Á (2)50. fundi er lagt fram erindi formanns löggjafarnefndar til forseta kirkjuþings dagsett 7. maí sl. Um er að ræða beiðni til kirkjuráðs um fjárveitingu að fjárhæð 4 m.kr. til löggjafarnefndar vegna vinnu við gerð tillagna að starfsreglum um biskupskjör, tillagna að starfsreglum um biskupsstofu og tillagna að starfsreglum um kirkjuráð, ásamt að vinna áfram tillögur til nýrra þjóðkirkjulaga. Kirkjuráð samþykkti að veita löggjafarnefnd 2 m.kr. úr kirkjumálasjóði til viðbótar þeim 2 m.kr. sem þegar hafði verið úthlutað til forsætisnefndar vegna ofangreindrar vinnu. Kirkjuráð mun endurskoða þá úthlutun til hækkunar í ágúst verði þörf á því. Á (2)53. fundi er lagt fram erindi frá ábúendum Skálholtsjarðarinnar, dagsett 12. ágúst sl. Í samræmi við álit vígslubiskups og stjórnar Skálholtsstaðar samþykkti kirkjuráð að veita ábúendum Skálholtsjarðarinnar heimild til að veðsetja Skálholtsjörðina til kaupa á allt að 74 þúsund lítra viðbótar mjólkurkvóta. Á (2)56. fundi var lagt fram erindi skólaráðs Skálholtsskóla varðandi auglýsingu rektorsstöðu og ályktaði kirkjuráð að ekki væri tímabært að svo stöddu að auglýsa stöðuna.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.