Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 28

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 28
28 29 Nefndarálit allsherjarnefndar um skýrslu kirkjuráðs. Allsherjarnefnd 2016 hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs og fylgigögn með henni ásamt ávörpum og ræðum við upphaf kirkjuþings. Nefndin þakkar ávarp Magnúsar E. Kristjánssonar, forseta kirkjuþings og þá hvatningu sem kom fram í orðum hans og tekur undir með honum þar sem kallað er á opna kirkju á nýjum og breyttum tímum. Nefndin tekur undir að ,,okkar hlutverk er að setja kirkjustarfinu ramma sem stuðlar að góðu og öflugu starfi hjá sóknum kirkjunnar um allt land. Þar fer hið mikilvæga starf fram. Okkar er að hlúa að því og hlusta á fólkið sem þar sinnir safnaðarstarfi“. Í setningarræðu biskups, Agnesar M.Sigurðardóttur kom eftirfarandi fram: „Þjóðkirkjan er kirkja sem hefur þéttriðið net út um allt land og þjónar fólki í nærsamfélaginu. Boðar ekki aðeins í orði heldur einnig í verki. Það er kirkja sem er samhljóma þó raddirnar séu margar“. Í ávarpi sínu ræddi hún einnig um siðbótarafmælið og einingu kristinna manna þar sem kirkjudeildirnar hafi einingu að leiðarljósi en ekki það sem skilur að. Allsherjarnefnd þakkar skýrslu kirkjuráðs. Í henni eru tíundaðar niðurstöður helstu mála ráðsins og er það vel. Nefndin leggur til að málið verði samþykkt með ályktun á þskj. 39.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.