Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 36
36 37
Jöfnunarsjóður sókna
Áætlunin er birt hér að neðan. Gert er ráð fyrir að tekjur verði 401,2 m.kr. Hið sama
er að segja og um kirkjumálasjóð og kristnisjóð að um er að ræða framreiknað framlag
gildandi fjárlaga. Sjóðurinn er rekinn á tveimur viðföngum, þ.e. 06-736-10100 Rekstur,
almennur og 10200 – Ábyrgðadeild. Engar ábyrgðir eru veittar á næsta ári skv. áætluninni.
Styrkveitingunum er skipt eftir prófastsdæmum en auk þess eru styrkveitingar til
höfuðkirknanna, til kirkjumiðstöðva, Skógarmanna KFUM og til safnaða erlendis. Gerð
hefur verið tillaga um ráðstöfun á 296,3 m.kr. af áætluðum tekjum sjóðsins og því eru
enn til ráðstöfunar 104,9 m.kr. Endanleg úthlutun styrkja úr sjóðnum verður ákveðin í
desember.
Jöfnunarsjóður sókna Ársáætlun 2017 (drög 1)
Tekjur
Framlag ríkissjóðs -401.200.000
Tekjur samtals -401.200.000
Gjöld
Höfuðkirkjur 47.000.000
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra 34.000.000
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 27.500.000
Kjalarnesprófastsdæmi 44.800.000
Vesturlandsprófastsdæmi 26.000.000
Vestfjarðaprófastsdæmi 18.900.000
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi 20.750.000
Austurlandsprófastsdæmi 27.150.000
Suðurprófastsdæmi 14.300.000
Aðrir styrkir 19.000.000
Gjöld samtals 296.300.000
Óráðstafað -104.900.000
Samtals Jöfnunarsjóður sókna 0