Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 44

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 44
44 45 8. mál kirkjuþings 2016 Flutt af Gísla Jónassyni, Guðrúnu Karls Helgudóttur, Höllu Halldórsdóttur og Jónínu Bjartmarz Þingsályktun um átak til aukins samstarfs sókna Kirkjuþing 2016 samþykkir framkomna tillögu um átak til aukins samstarfs sókna. Tillaga til þingsályktunar um átak til aukins samstarfs sókna Kirkjuþing 2016 beinir því til biskups Íslands, biskupafundar og kirkjuráðs að á næstu árum verði unnið að sérstöku átaki til að hvetja sóknir þjóðkirkjunnar til að huga að auknu samstarfi og jafnvel sameiningum þar sem það þykir henta og þá jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Jafnframt er því beint til kirkjuráðs að Jöfnunarsjóður sókna styðji þetta átak með því að úthluta styrkjum til þeirra sókna sem vilja sameinast skv. sérstökum reglum sem settar yrðu þar um.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.