Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 65

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 65
65 kirkju og að leggja lóð á vogarskálar betri heims með því að vera virk í að minna á kristin gildi og hvetja til réttlætis, friðar og náttúrverndar. Samkirkjuleg vinna hefur því frá upphafi mótast annars vegar af samræðum milli kirkjudeilda þar sem leitast er við að ná sameiginlegum skilningi á ákveðnum þáttum kristinna trúar. Hins vegar hefur hún mótast af samstarfi þar sem kirkjudeildir sinna saman þeirri köllun að vera hendur og fætur Krists á jörð, „að seðja, gleðja og græða mein“ (S.E., sb 374). 2. Saga samkirkjulegs samstarfs. Við upphaf 20. aldar komu fram hreyfingar kristinna einstaklinga sem vildu vinna markvisst að einingu kirkjunnar. Upphaf samkirkjuhreyfinga samtímans er meðal annars rakið til stúdentahreyfinga og leikmannahreyfinga á 19. öld og til kristniboðshreyfinga, sem fundu sterkt fyrir því hve klofningurinn gróf undan trúverðugleika kirknanna á kristniboðsakrinum. Þær boðuðu til alþjóðlegs fundar kristniboðsfélaga í Edinborg árið 1910 sem oft er vitnað til sem upphaf samkirkjustarfs, þó að margt fleira hafi þar verið til umfjöllunar og þar hafi eingöngu fulltrúar mótmælendakirkna frá Norður-Evrópu og Norður Ameríku komið saman. Þá kom hvatning frá rétttrúnaðarkirkjum árið 1920 að mynda bandalag kirkna. Þessar hreyfingar urðu til þess að Alkirkjuráðið (World Council of Churches) var stofnað árið 1948. Þar komu saman ýmsar mótmælendakirkjur og rétttrúnaðarkirkjur. Þjóðkirkjan var þar meðal stofnaðila. Fleiri höfðu hlýtt kalli Krists að vinna að einingu og má þar nefna sænska erkibiskupinn Nathan Söderblom sem átti frumkvæði að samkirkjulegu hreyfingunni Líf og starf, sem síðar rann saman við Alkirkjuráðið. Þjóðkirkjan var einnig þátttakandi í stofnun Lúterska heimssambandsins (Lutheran World Federation) árið 1947 og Evrópuráðs kirkna (Council of European Churches) 1956. Fyrri tvö samtökin voru formlega stofnuð í kjölfar heimsstyrjaldar þegar mikil sáttavinna var framundan og mörg landssvæði í rústum og fólk á flótta. Kirknaráðið var stofnað á tíma kalda stríðsins og eitt af markmiðum þess var að vera stuðningur við kirkjur í austantjaldslöndum. Þjóðkirkjur Norðurlanda hafa jafnan átt samvinnu á ýmsum sviðum og virkt samstarf á sviði samkirkjumála. Árið 1996 urðu einnig tímamót er Porvoo sáttmálinn var undirritaður milli lúterskra kirkna á Norðurlöndum og biskupakirkna á Bretlandseyjum. Í sáttmálanum heita kirkjurnar að vaxa saman í lífi og starfi og staðfesta gagnkvæma viðurkenningu á vígslu, menntun og embættisgengi. Þjóðkirkjan hefur tekið þátt í starfi stóru kirknasamtakanna en að jafnaði sótt stærri þing og nýtt ýmislegt efni sem frá þeim kemur. Mest hefur verið unnið með Lúterska heimssambandinu þar sem þjóðkirkjan hefur átt stjórnarmann síðan 1975. Þjóðkirkjan hefur einnig starfað formlega í nefndum á vegum Alkirkjuráðsins. Þaðan kemur líka efni samkirkjulegrar bænaviku sem haldin er ár hvert. Mest hefur virknin verið í margs kyns samstarfi við kirkjur Norðurlanda og innan Porvoo samstarfsins, bæði á ýmsum sviðum kirkjustarfs, svo sem með biskupafundum, þátttöku í vígslum, kvennastarfi, æskulýðsstarfi og fræðslumálum en einnig vinna Norrænu kirkjurnar saman innan

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.