Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 67

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 67
67 i. Söfnuðir þjóðkirkjunnar eru hvattir til samstarfs á sviði samkirkjumála • með þátttöku í alþjóðlegri samkirkjulegri bænaviku og Alþjóðlegum bæna- degi kvenna. • með virkri þátttöku í verkefnum á sviði kærleiksþjónustu, meðal annars í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. ii. Prófastsdæmin hafa umsjón með samkirkjulegu starfi í prófastsdæmum með því að • skipuleggja fræðslu um samkirkjumál • leitast við að skapa vettvang fyrir samkirkjulegt starf • skipuleggja þátttöku í átaksverkefnum samkirkjulegra samtaka. iii. Til að vinna að markmiðum þessarar stefnu og samhæfa starfið skipar Biskup Íslands samkirkjunefnd, samkvæmt starfsreglum um samkirkjunefnd (starfsr. nr. 1006/2005). iv. Samkirkjunefnd gerir jafnan fjögurra ára áætlun um áherslur í samkirkjulegu starfi erlendis. Þar komi fram á hvaða sviði þjóðkirkjan hyggst beita kröftum sínum, bæði áherslumálefni (d. Guðfræði, hjálparstarf, umhverfismál, jafn- réttis mál o.s.frv.) og áherslusvæði (d. Norðurlönd, Porvoo samstarf, Evrópa, Alkirkju ráðið, Lútherska heimssambandið og Evrópska kærleiksþjónustan).

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.