Jökull


Jökull - 01.12.2006, Side 89

Jökull - 01.12.2006, Side 89
Jöklabreytingar 2004–2005 Annars valda geitungastungur, þó sárar séu, litlum eftirköstum eða bólgu. Miklu verri í því tilliti eru aðrir nýbúar hér sem er millistærð af mýflugum, en stunga þeirra hefur í för með sér stóran, vessandi bólguhnúð sem heldur oft velli í allt að viku með miklum óþæg- indum og kláða. Fyrst fór að bera á þessum ófögnuði fyrir svo sem 4 árum og er nú svo komið að höfuð- fat með flugnaneti er að verða nauðsyn á heitustu og lognkyrrustu sumardögum ásamt því að sýna þessum vargi helst hvergi bert hold. Tófa og minkur færast hér jafnt og þétt í aukana og er næstum að segja sama hvað drepið er, tvö og þrjú kvikindi virðast spretta í stað hvers sem fellur. Enda ekki á góðu von þar sem ríkisrekin varguppeldisstöð, Hornstrandafriðland, er hér á næstu grösum. Fuglalíf er hér þó enn með miklum blóma að sumrinu og rjúpan aftur að þokast í þá átt að verða heyranleg í vorhljómkviðunni. En þegar haustar og Hornstrandarefurinn streymir að norðan á hún bágt, enda elt allar nætur.“ Reykjarfjarðarjökull var mældur í júlí í þetta sinn. Í fyrra var mælingamerki nr. 200 fært 200 m í átt að merki nr. 199 þar sem hætta var á að jökullinn gengi yfir merkið. Enn heldur jökullinn áfram framgöngu sinni. Norðurlandsjöklar Nýfallinn snjór var við sporð Gljúfurárjökuls. Mæl- ing misfórst. Sveinn Brynjólfsson endurtók mælingu við Búrfellsjökul sem hefur verið að hlaupa fram síð- an 2001. Þessar mælingar sýna að blásporðurinn hop- ar nú á ný en jökullinn þenst lítið eitt út til hliðanna. Grímslandsjökull var ómælanlegur vegna snjóa. Langjökull Geitlandsjökull í Þjófakróki – Jökullinn er allhreinn og sléttur á þessum slóðum þegar komið er 100 m inn fyrir jaðarinn. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull eystri – Jökulsporðurinn liggur mjög rytjulegur undir snjó í þröngu gili og er að ét- ast upp. Mælingin gefur að hann hafi gengið fram en mælingamenn telja að þar sé um að ræða skilgreining- arvanda á sporðinum milli ára og að jökullinn hafi alls ekki gengið fram. Mæling felld niður vegna óvissu. Hofsjökull Blágnípujökull – Lónið hefur enn stækkað mikið. Mælt að íshólum, sem standa á sporðinum, þöktum urð (1. mynd). Mælingalínu þess vegna hliðrað. Tölu- verð brennisteinsfýla er af aðal vatnsrásinni undan jöklinum en hún er um 150 m austan mælilínu. Fannst stór blágrýtissteinn með vörðu ofan á. Gæti verið merki Jóns Eyþórssonar (M2) frá 1933. Nauthagajökull – Leifi Jónssyni þykir jökullinn bera öll merki þess að um heildarhrörnun sé að ræða. Múlajökull – Síendurtekin flóð á vestasta mælinga- staðnum geta bent til þess, segir Leifur, að lón ofan Hjartafells tæmist ítrekað niður með Múlajökli. Fyr- ir miðjum jöklinum komu upp malarhaugar svo sem leifar af umturnuðum jökulgörðum. Mælingu á aust- asta mælistað var sleppt vegna ófærðar og veðurs. Mælingastaðir við Sátujökul fóru undir snjó áður en náðist að mæla. EYJAFJALLAJÖKULL Gífurlegar breytingar hafa orðið á Gígjökli á undan- förnum árum. Nú hafði jökulsporðurinn hopað um hátt á fjórða hundrað metra, að vísu á tveimur ár- um, en svo langt hafa einungis stærstu jöklar lands- ins hrokkið til baka á svo skömmum tíma. Þetta er merki þess að jökullinn neðantil er nánast hættur að hníga fram vegna þess að afkoma hans hið efra hrekk- ur ekki til. Um 10 m lag af ís bráðnar ofan af jökul- sporðinum á hverju ári og þannig hopar hann í stórum stökkum þegar ekki berst efni ofan að. Svipað gerð- ist eftir gosið í Eyjafjallajökli 1821–1823 en þá voru aðrar ástæður fyrir því að tók fyrir rennsli íss ofan úr gígnum. Svo heppilega vill til að Theodór hefur yfir góðum mælitækjum að ráða til mæla yfir lónið. Steinsholtsjökull – Harðsnúið lið fjalla- og ferða- manna undir forustu Ragnars Th. Sigurðssonar ljós- myndara hefur tekið að sér mælingar hér og er það mjög forvitnileg viðbót til samanburðar við Gígjökul. MÝRDALSJÖKULL Sólheimajökull er einn af best mældu jöklunum. Að- eins hafa fallið úr 3 ár síðan 1930. Hann er því kjörinn til að bera saman loftslag og viðbrögð jökulsins eins og þau koma fyrir í mælingunum. Hér á landi hefur sumarhitinn mest áhrif á breytilega afkomu jökla. Það verður því fyrst fyrir að setja saman á línurit árlegar JÖKULL No. 56, 2006 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.