Jökull


Jökull - 01.12.2006, Síða 104

Jökull - 01.12.2006, Síða 104
Magnús Tumi Guðmundsson að flytja tæki og birgðir upp í Vestari Skaftárketil en þar ætlaði vaskur hópur undir stjórn Þorsteins Þor- steinssonar og Tómasar Jóhannessonar að bora með heitavatnsbor niður í ketilinn og gera þar margvíslegar mælingar. Nálægt hádegi héldu vélsleðar til mælinga, að Pálsfjalli og Hamrinum. Lest snjóbíls og jeppa hélt af stað um sama leyti og náði á Grímsfjall undir kvöld. Eftir fremur kaldan maí mánuð var vetrarlegt um að litast í Grímsvötnum miðað við undanfarin ár. Sólbráð kringum öskubingi var sáralítil og á Eystri Svíahnjúk sást hvergi í dökkan díl utan við skálana. Á sunnudag 4. júní hófust verkin fyrir alvöru með ferðum í Grímsvötn og að Gjálp. Byrjað var á mæl- ingum á þykkt gjósku í katlinum frá 2004 og afkomu- hola boruð í Grímsvötnum. Daginn eftir var sunnan- átt, 10–12 m/s og frostrigning sem síðan breyttist í hreinræktaða rigningu. Snjóbíllinn fór niður í jökul- rönd til að flytja 9 olíutunnur upp í Vestari Skaftár- ketil. Unnið var við mælingar í gígnum í rigningar- hraglandanum og var það kalsamt verk þegar leið á daginn. Á þriðjudag var þoka og dálítið fjúk á fjall- inu. Verkum var haldið áfram þar sem frá var horfið daginn áður. Að auki fóru 5 vélsleðar niður Skeið- arárjökul að allmiklu skeri um 18 km suðaustan við Grímsfjall. Komið var fyrir landmælingapunkti, sett upp GPS tæki og skerið kannað. Er það að mestu úr móbergi og bólstrabergi. Seinna um daginn voru aðstæður á gosstöðvunum frá 1998 skoðaðar. Held- ur hefur kólnað þar frá fyrra ári. Miðvikudag 7. júní var hvasst með úrkomu og varð úr að hópurinn hélt að mestu kyrru fyrir. Þó fóru nokkrir niður til móts við borhópinn sem nú kom frá Reykjavík á leið í Skaftár- katla. Á fimmtudeginum 8. júní var þoka með köflum til að byrja með en létti heldur til þegar á daginn leið. Hóparnir unnu nú af fullum krafti við að klára verk- efnin. Lokið var við mælingar í gígnum frá 2004, GPS tæki á skerinu í Skeiðarárjökli var sótt, og síðustu ís- skriðsstikurnar settar út. Mælingaverkefni ferðarinnar gengu flest vel en skálaviðhald síður vegna veðurlagsins. Helstu verk- efnin voru: 1. Vatnshæð Grímsvatna var mæld, í lónunum sitt hvoru megin við gíginn á gosstöðvunum frá 2004 og með ákvörðun á hæð íshellunnar. Reyndist hún um 1367 m y.s. 2. Vetrarafkoma var mæld í Grímsvötnum, Háubungu, Bárðarbungu og milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Afkoman í Grímsvötnum reyndist 4,98 m af hjarni sem samsvarar vatnsgildinu 2570 mm. 3. Leiðangurinn aðstoðaði borhóp í Skaftárkötlum, m.a. með flutningi á tækjum og eldsneyti. Miðviku- daginn 7. júní fór snjóbíllinn með Svítuna í ketilinn og sótti síðan hópinn niður í jökulrönd og fór ásamt þremur bílum með fullfermi upp í ketil. Borverk- ið gekk brösuglega framan af en hópurinn dvaldi við ketilinn í heila viku. Undir lokin tókst að bora gegn- um jökulinn, taka sýni úr vatninu og koma þar fyrir ýmsum síritandi mælitækjum. 4. GPS-landmælingar fóru fram eins og undanfarin ár. Tæki var stillt upp í Jökulheimum, á Hamrinum og Grímsfjalli. Þessar mælingar hafa m.a. sýnt hvernig kvika safnaðist fyrir milli eldgosanna 1998 og 2004. Að auki var settur upp landmælingapunktur á skerinu í Skeiðarárjökli sem fyrr var nefnt. Vonast menn til þess að mælingar þar muni á næstu árum gefa mikil- vægar upplýsingar um landris vegna þynningar Vatna- jökuls. Sú hugmynd er uppi að sker þetta fái nafnið Vöttur. 5. Grímsvatnasvæðið var kortlagt með kínematískri GPS-mælingu. Í því skyni voru eknar fjölmargar mælilínur á vélsleða, auk þess sem sprækir fjallamenn bröltu með tækin um ógreiðar slóðir milli gosstöðv- anna 1998 og 2004. 6. Í gosinu 2004 varð til mikill ketill kringum gíg- inn og er botn hans þakinn allþykku lagi af gjósku. Viðamest af verkefnum leiðangursins voru mælingar á því hversu þykkur þessi gjóskubunki er, þ.e. hve djúpt er niður á gamla berggrunninn undir gígnum. Við þetta verk unnu 5–8 manns mestallan tímann. Skjálftabylgjur voru búnar til með sprengingu dyna- míthleðslna í lónunum sitt hvoru megin við gíginn. Gúmmíbátur var með í för og var hann notaður til að sökkva hleðslum í vatnið. Segulmælingar voru einnig gerðar til að kanna gerð gígsins og hjálpa til við að skorða þykkt gjóskunnar. 7. Jökulyfirborðið á Gjálparsvæðinu var kortlagt með kínematískri GPS mælingu. Tilgangur þessara mæl- inga er að fylgjast með því hvernig dældin sem mynd- aðist 1996 grær saman. Nú, 10 árum eftir gosið er dældin að vísu orðin miklu grynnri og ávalli en í upp- 102 JÖKULL No. 56, 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.