Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
Einar Kristjánsson
Breiðfirðingafélagið 50 ára
1938 17. nóv. 1988
Forsaga
Sr. Jón Guðnason skjalavörður ritaði á sínum tíma í 6. hefti
Breiðfirðings 1947-1948 sögu fyrstu 10 ára Breiðfirðingafé-
lagsins. Er grein þessi öll hin merkasta heimild og vel skrifuð
eins og vænta mátti. Eftir að hafa rakið þær gagngeru þjóð-
lífsbreytingar, er áttu sér stað með fólksflótta utan af landi í
þéttbýli kaupstaða, segir sr. Jón í afmælisgrein þessari: (143)
Þegar á fyrstu árum þess tímabils, er vöxtur Reykjavíkur
tók að gerast ör, þ.e., fyrir um það bil 35 árum, voru gerð
samtök, sem telja má fyrsta vísi að stofnun átthagafélaga.
Samtök þessi hnigu að því að efna til móta fyrir fólk, ættað
úr einstökum landshlutum, en búsett í Reykjavík. Ein hin
fyrsta, ef eigi allra fyrst, samkoma af þessu tagi var Vest-
firðingamót 22. febrúar 1913. Var mót þetta eigi bundið
við Vestfirðinga í þrengri merkingu, heldur nær því að
vera fjórðungsmót. Fremsti forgöngumaður þessarar
nýbreytni var Jón Halldórsson, húsgagnameistari, forstjóri
vinnustofu þeirrar, þar sem nú er Breiðfirðingabúð. Jakob
skáld Thorarensen orti „Vesturlandsminni“, er sungið var
á mótinu. Er það prentað í fyrstu kvæðabók hans, „Snæ-
ljósum“. Þar segir meðal annars svo:
Nú ljómar í hug okkar blómgróin byggð,
og blessun við leggjum yfir dalinn
og finnum, að ylinn af átthagatryggð
við eigum bak við dægurskvaldrið falinn.
Vestfirðingamót voru síðan haldin næstu ár, eitt á
hverjum vetri, og menn úr öðrum landsfjórðungum tóku
upp sama sið. Verður sú saga eigi rakin hér.