Breiðfirðingur - 01.04.1988, Qupperneq 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
Elías Kristjánsson og síðan
Filippía Blöndal,
Guðmundur Jóhannesson og
Snæbjörn G. Jónsson, úr Barðastrandarsýslu og
Oscar Clausen, úr Snæfellsnessýslu.
Öll voru mót þessi ágætlega sótt, einkum hin síðari ár.
En gæta varð allrar hagsýni um að þau yrðu ekki of dýr
fyrir þá, er þau sóttu, því að hagur manna almennt var
þröngur á þessum árum, eins og kunnugt er. Munu ýmsir
hafa orðið að sitja heima, er gjarnan hefðu viljað vera
með, en aðrir þurft að draga saman upphæð af lágum
tekjum, til þess að geta veitt sér þennan munað einu sinni
á ári. En þrátt fyrir þessa erfiðleika og þótt eigi stæði neinn
fastmótaður félagsskapur að þessum árlegu samkomum,
þá stóð í raun og veru ákveðin fylking manna að baki
þeim. Þessi fylking hóf sitt undirbúningsstarf, samkvæmt
óskráðum lögum, á hverjum vetri, þegar leið að þorra. Og
þó að Breiðfirðingamótin og aðrar héraðasamkomur á
þessum árum væru eigi fyrirferðarmikill liður í sam-
kvæmislífi höfuðstaðarins, þá var með þeim að myndast
nýr félagsandi, af öðrum toga spunninn en það skemmt-
analíf, sem mest bar á í bænum. Það var félagsandinn utan
af landsbyggðinni, sem var að festa hér rætur, og vildi
reyna vaxtarmátt sinn í ys og iðu bæjarlífsins. Með stofnun
ungmennafélaganna fyrir og eftir 1910 hófst gróandi í
félagslífi æskunnar í hinum dreifðu byggðum landsins, og
margs konar önnur félagasamtök þar urðu smám saman æ
ríkari þáttur í hagsmunabaráttu almennings. Það var því
eigi von, að þeir, er fluttust til Reykjavíkur, yndu því að
vera einangraðir og fráskildir öllu félagslífi, mitt í stærsta
þéttbýli landsins. Samkvæmislíf bæjarins var ýmist ekki
við þeirra hæfi eða uppfyllti ekki að fullu þær kröfur, er
þeir gerðu til félagslífs. Þess vegna var eðlilegt, að þeir
festu hugann við myndun félagsskapar, sem tengdur væri
heimabyggðinni. Árið 1938 var þróun þessarar hugmyndar
svo vel á veg komin, að allstór hópur manna úr byggðum