Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 13
BREIÐFIRÐINGUR
11
Breiðafjarðar, þeirra er undanfarið höfðu haldið uppi
hinum árlegu héraðsmótum, bast samtökum um að hrinda
í framkvæmd stofnun átthagafélags, er nefnast skyldi
„Breiðfirðingafélagið“.
Hér lýkur frásögn sr. Jóns Guðnasonar og minnist undir-
ritaður ekki að hafa lesið eða heyrt jafn skilmerkilega grein
gerða fyrir upphafsþáttum félagsins né annarra átthagafé-
laga. - Væri það tímabært og verðugt verkefni góðra
fræðimanna að kynna sér og rita um upphaf átthagafélag-
anna í höfuðborginni.
Stofnun Breiðfirðingafélagsins og fyrstu starfsár þess voru
fyrir flestra hluta sakir stórmerkir atburðir í félagslífi höfuð-
borgarinnar. Nægir að geta, að á 10 ára afmæli þess voru
félagar orðnir yfir 800 að tölu þrátt fyrir það, að nokkur hluti
félagsmanna hafði á miðju því tímabili yfirgefið félagið og
stofnað Barðstrendingafélag. Á fyrsta 10 ára tímabilinu átti
vöxtur og viðgangur Breiðfirðingafélagsins sér enga hlið-
stæðu meðal annarra átthagafélaga. Þar má nefna kaup
Breiðfirðingabúðar, Breiðfirðingakórinn, útgáfu Breiðfirð-
ings o. fl. Forystumenn félagsins hugsuðu stórt á þessum
árum. Tengslin við heimahaga voru þá treyst með ýmsum
hætti, svo sem með undirbúningi að ritun héraðssögu,
endurreisn Reykhóla, söfnun fjár fyrir björgunarskútu við
Breiðafjörð, kvennaskólastofnun á Helgafelli o.m.fl. Þótt
ekki kæmust sum þessara verkefna í framkvæmd breytir það
ekki hinu, hversu hugur og hjarta var á þeim árum tengt
heimaslóðum. Verður alls þessa getið að einhverju hér á
eftir.
Stofnun félagsins
Eins og komið hefur fram hér að framan var stofnun Breið-
firðingafélagsins eðlileg framvinda af einni árssamkomu,
þ.e. þorrablótunum. Helstu forgöngumenn þeirra mynduðu
nú kjarnann við stofnun félagsins. Stofnfundurinn var hald-
inn í húsi Oddfellowreglunnar 17. nóv. 1938. Fyrstu árin