Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 15
BREIÐFIRÐINGUR
13
Starf og stefna í 50 ár
Breiðfirðingakórinn
Segja má að Breiðfirðingakórinn væri alla tíð vinsælasta
starfsdeild félagsins, en hann kom fyrst fram 5. mars 1939 og
starfaði alls í 16 ár.
Fyrsti söngstjóri kórsins var Rögnvaldur Axel Magnusen
frá Tjaldanesi. Vegna sambands hans við kaþólska söfnuð-
inn fékk Axel inni fyrir kórinn í kennsluhúsnæði Landakots-
skóla. Húsnæðið var léð endurgjaldslaust vegna velvilja
Meulenbergs, þáverandi biskups. Þar fóru samæfingar fram
fyrstu árin. Kórinn var fyrsta starfsdeild félagsins og öll árin
besta skrautfjöðrin í hatti þess.
Haustið 1940 urðu söngstjóraskipti hjá kórnum og tók þá
við Gunnar Sigurgeirsson, tónlistarkennari frá Akureyri.
Gunnar var Þingeyingur að ætt, f. 17. okt. 1901, sonur Sig-
urgeirs, organista og söngstjóra, Jónssonar og k.h. Friðriku
Tómasdóttur á Stóruvöllum í Bárðardal og síðar á Akureyri.
Gunnar ólst upp á kunnu tónlistarheimili og stundaði tónlist-
arnám hjá kunnum tónlistarkennurum. Hann varð vel
þekktur píanókennari og söngstjóri allt frá því hann flutti til
Reykjavíkur árið 1935.
í viðtali, er ég átti við Þórarin Alexandersson, fyrrv. skrif-
stofumann, er um árabil söng í kórnum, kom fram hvernig
það atvikaðist að Gunnar réðist sem stjórnandi kórsins. Eins
og segir frá í greininni 77/ lífsins aftur í 42. árg. Breiðfirð-
ingsins árið 1984 lá Þórarinn langa legu á Landspítalanum,
eða frá 1936—’38. Á þeim tíma dvaldi Gunnar Sigurgeirsson
sem sjúklingur þar og bar þá fundum þeirra Þórarins saman.
Út af kynnum þeirra á Landspítalanum réðist það svo að
Gunnar tók við söngstjórn Breiðfirðingakórsins.
Á fyrstu söngstjórnarárum hans færðist aukið líf í alla
starfsemi kórsins. Áhugi og fórnarlund kórfélaga var með