Breiðfirðingur - 01.04.1988, Síða 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
desember, er þá boðið upp á hangikjöt með tilheyrandi
meðlæti, jólasögum og jólasöngvum. Á vorin er síðan farið
í dagsferð. 1985 var farið í tveggja daga ferð um Dalasýslu,
gist var í Laugaskóla. Hafa þessar ferðir verið vel sóttar og
tekist í alla staði mjög vel. Basarar hafa verið vel haldnir og
ágóði þeirra runnið til Silfurtúns, dvalarheimilis aldraðra í
Búðardal. Konur deildarinnar hafa séð um veitingar á degi
aldraðra sem haldinn er árlega. Núverandi formaður er Mar-
grét Sigurðardóttir.
Sigvaldi Porsteinsson
Bridsfélag Breiðfirðinga
Bridsfélag Breiðfirðinga var formlega stofnað að tilhlutan
stjórnar Breiðfirðingafélagins árið 1950, upphaflega sem
deild í félaginu, en stofnfundur var haldinn 8. janúar það ár.
Stofnun deildarinnar átti sér langan aðdraganda og í raun
og veru má líta allt aftur til ársins 1938 í því sambandi, en
á því herrans ári var Breiðfirðingafélagið í Reykjavík
stofnað. Sá félagsskapur samanstóð af miklu áhuga- og
atorkufólki, sem lét ekki staðar numið við það eitt að stofna
félag til þess að minnast og halda tengslum við átthagana,
heldur kom það á fót einni deildinni á fætur annarri, til þess
að búa hverjum og einum sálufélag í samræmi við áhugamál
og atorku hvers og eins. Þannig var fljótlega stofnaður
Breiðfirðingakórinn, sem naut mikils álits og vinsælda á sínu
blómaskeiði. Síðan fylgdi málfundadeild í kjölfarið, þá
handavinnudeild og loks tafldeild. Enda þótt þessar deildir
störfuðu af miklum áhuga og krafti var samt eftir álitlegur
hópur félagsmanna, sem voru klaufar til handanna, heldur
málstirðir, kunnu ekki mannganginn og voru jafnvel lag-
lausir, en engu að síður fullir af atorku og áhuga á því að
finna sér tómstundaiðju við hæfi. Var nú úr vöndu að ráða.
En einmitt þegar menn voru í hvað mestri óvissu um hvað til