Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 25
BREIÐFIRÐINGUR
23
Grétar Sœmundsson:
Tafldeild
Á almennum félagsfundi 22. mars 1945 flutti Jón Sigtryggsson þáv. ritstjóri
Breiðfirðings tillögu um stofnun tafldeildar og var tillagan samþykkt.
Deildin starfaði allvel fyrstu árin eftir að félagið flutti starfsemi sína í Breið-
firðingabúð. Pegar það húsnæði var selt dró eðlilega úr starfi deildarinnar.
Núverandi formaður tafldeildar er Grétar Sæmundsson, rannsóknarlög-
reglumaður. Hann ritar eftirfarandi:
Ég þekki ekki til sögu tafldeildarinnar frá fyrri tíð. Ég þekki
hins vegar til þeirra samskipta, sem hafa verið milli Dala-
manna í héraði og brottfluttra Dalamanna á sviði skáklistar-
innar síðari ár. Þau hófust árið 1982, en þá fóru alls 23
brottfluttir Dalamenn vestur í Búðardal þann 20. mars og
tefldu við heimamenn. Keppni þessi hefur verið hvert ár
síðan og hefur sá háttur verið hafður á, að það árið sem
Jörvagleðin er haldin vestra, þá fara þeir brottfluttu þangað
til keppni en næsta ár koma heimamenn til Reykjavíkur.
Keppnisfyrirkomulagið hefur verið þannig, að sveitimar tefla
tvær umferðir og er umhugsunartími ein klst. á hvorn kepp-
anda. í>á hefur einnig verið háð hraðskákkeppni þar sem
allir hafa getað tekið þátt. Upphafsmaður að þessari keppni
meðal brottfluttra var Kristinn Sigurjónsson en Birgir Krist-
jánsson lagði og sitt lóð á vogarskálarnar svo þetta mætti
takast. Af hálfu heimamanna hefur Gísli Gunnlaugsson
verið í forsvari frá byrjun, en hiklaust má telja að hann hafi
unnið manna mest að því að efla skákiðkun vestra. Næsta
keppni verður háð hér í Reykjavík nú í vor þann 23. apríl.
Það kom fljótt í ljós að ekki veitti af að þeir brottfluttu
æfðu sig í skák og var farið að huga að því að koma á æfing-
um. Þær hafa verið haldnar af og til síðustu vetur. Nú í vetur
svo sem áður hefur Haraldur Finnsson skólastjóri Réttar-
holtsskóla og formaður Breiðfirðingafélagsins lánað afnot af
skóla sínum til skákæfinganna, sem þar eru hvern fimmtu-
dag kl. 20:00. Pá kom einnig að því að talið var nauðsynlegt
að koma nokkurri skipan á þau mál og því var það, að á