Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 29
BREIÐFIRÐINGUR
27
Félaginu var á sínum tíma úthlutað gróðurreit í Heið-
mörk, friðlandi Reykvíkinga. Hlutverk Heiðmerkurnefndar
var löngum að kalla félagsfólk til gróðursetningastarfa á
vorin. Mun Guðbjörn Jakobsson oft hafa verið þar fremstur
í flokki. Komið hefur fram í viðtölum við eldri félaga að
þeim hlýnar fyrir brjósti ef nefndar eru Heiðmerkurferðir.
Eins og eðlilegt má telja var þáttur skemmtunar og upp-
lyftingar með föstum liðum á fundum fyrri ára. Um skeið
starfaði sérstök skemmtideild með fasta stjórn á sínum
vegum. Fyrstu ár félagsins voru oft geysifjölmennir fundir
haldnir í Sýningarskála myndlistarmanna og þegar fjöl-
mennast var, náði tala fundargesta hátt á þriðja hundrað.
Þrjú nöfn koma fyrir oftar en önnur þegar sagt er frá
skemmtanahaldi á vegum félagsins, en það eru nöfn hjón-
anna Sigríðar Jeppesen og Alfons Oddssonar svo og bróður
hans Hallgríms Oddssonar.
Að lokum má nefna ferðanefndina, er jafnan var ein af
fastanefndum félagsins og er raunar enn. Tekin var strax
upp sú venja að fara eina eða fleiri skemmtiferðir á sumrin.
Gekk þó á ýmsu með þátttöku og komið hefur fyrir að ferðir
hafa fallið niður.
Eins og á fleiri sviðum starfsemi ber árið 1945 hæst í
þessum efnum, en þá töldust alls 330 manns hafa tekið þátt
í 9 ferðum. - Komið hefur fram í viðtölum að þar hafa
margir eignast „sólskinsstund í heiði“, er orðið hefur
ógleymanleg, þótt aldurinn hafi færst yfir þátttakendur. Þó
mun ein slík ferð í júnímánuði árið 1945 bera af flestum
öðrum. Þá ferð fór Breiðfirðingakórinn ásamt mörgum
öðrum félagsmönnum vestur til Breiðafjarðarbyggða. í þess-
ari ferð fór allt saman, veðurblíða í fögrum sveitum átthag-
anna, ládeyða og sólglit um bláan Breiðafjörð og reisn og
glæsileiki yfir söngfólki og fararstjórn.
Breiðfirðingafélagið hefur á liðnum árum styrkt mörg
menningarmálefni átthaganna. Mun þar hlutur Reykhóla-
kirkju vera einna stærstur. Fyrir utan álitlegar peningaupp-
hæðir til sjálfrar byggingarinnar, voru af hálfu félagsins og