Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 31
BREIÐFIRÐINGUR
29
4. grein hennar. - „Tilgangur sjóðsins er að styrkja hvers-
konar menningarviðleitni sem varða breiðfirsk málefni
heima og heiman svo sem útgáfu rita um breiðfirsk efni,
söfnun breiðfirskra fræða, nám efnilegra breiðfirskra
nemenda, skógrækt við Breiðafjörð líknarstörf o.fl. sem
aðkallandi væri á hverjum tíma“.
Pað vakti athygli þess, er þetta skrifar, að á fundi í félaginu
15. nóv. 1945 er mættur fulltrúi frá Breiðfirðingafélagi Hafn-
arfjarðar, Una Vagnsdóttir. Þetta félag var þá nýlega stofn-
að og mun það hafa verið fyrir forgöngu nokkurra Breiðfirð-
inga úr félaginu í Reykjavík. Ekki greina heimildir frekar
frá þessu félagi.
Einu athyglisverðu máli var oft hreyft á fundum og einnig
í Breiðfirðingi, en það var stofnun sambands átthagafélaga á
höfuðborgarsvæðinu. Sérstaklega hefur þetta mál oft komið
til umræðu í sambandi við húsmál félagsins. Nú vill svo til að
nýlega hafa komið fram gögn í máli þessu. Fyrir forgöngu
Breiðfirðingafélagisns komu saman fulltrúar fyrir 14 átt-
hagafélög í félagsheimili Verslunarmannafélags Reykja-
víkur 3. nóv. 1944. Hafði þá áður verið búið að skrifa 18
félögum þar sem málið hafði verið kynnt og þeim boðið á
sameiginlegan fund um málefnið. Frumvarp til laga fyrir
væntanlegt samband áttahagafélaga hafði verið samið og var
það lagt fyrir framangreindan fund. Það vekur athygli í
þessum gögnum að eitt sameiginlegt verkefni er strax rætt á
þessum fulltrúafundum, en það er bygging sameiginlegs fé-
lagsheimilis fyrir félögin. Á næsta ári, 1945 dregur til úrslita
um samtök þessi og á fundi 5. apríl þess árs varð niðurstaða
sú gagnvart sambandsstofnuninni, að 3 félög svöruðu neit-
andi, 10 voru ekki ákveðin í afstöðu sinni en aðeins 5 félög
voru fylgjandi stofnun sambands. Fulltrúar Breiðfirðingafé-
lagsins í samvinnunefnd voru þeir Jón Emil Guðjónsson og
Sigurður Hólmsteinn Jónsson.
Hér hefur verið farið hratt yfir 50 ára sögu og einungis
stiklað á því stærsta. Hvorutveggja er, að í Breiðfirðingi