Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
hefur verið skráð 10, 30 og 40 ára saga félagsins, og svo
annað, að heimildir vantar mjög um fyrstu árin.
Freistandi hefði verið eftir að hafa skyggnst nokkuð í gögn
félagsins að dvelja lengur en gert hefur verið á þessum
blöðum við nöfn þess fólks, er á liðnum árum hefur mestu
fórnað af fé og tíma í þágu félagsheildarinnar. Það verður þó
ekki gert að þessu sinni, en væri ærin ástæða til. Fórnfýsi,
frjáls vinnuframlög voru ríkjandi meðal frumherjanna í
ríkum mæli. - Nefna mætti sem dæmi, þegar meðlimir
Breiðfirðingakórsins sóttu 92 samæfingar á einu ári og þágu
engin laun fyrir önnur en gleði og lífsfyllingu.
Að síðustu verður hér birtur listi yfir formenn Breiðfirð-
ingafélagsins frá upphafi. - Ekki reyndist unnt að ná tæm-
andi skrá yfir þá, er gegnt hafa störfum ritara, gjaldkera eða
meðstjórnenda. Er hvorutveggja, að heimildir vantar og
einnig bókanir fyrir hvernig stjórnin hefur skipt með sér
verkum.
Formenn stjórnar frá 17. nóv. 1938:
Guðmundur Jóhannesson ............ 1938-1943
Jón Emil Guðjónsson .............. 1943-1947
Sigurður Hólmsteinn Jónsson....... 1947-1951
Guðmundur Einarsson .............. 1951-1952
Friðgeir Sveinsson ............... 1952-(frá febr.
til dd. í maí)
Jón Sigtryggsson, varaform........ 1952
Jón Júlíus Sigurðsson ............ 1953-1954
Friðjón Þórðarson ................ 1954-1955
Sr. Árelíus Níelsson ............. 1955-1965
Jóhannes Ólafsson ................ 1965-1968
Björn Bjartmarz .................. 1968-1970
Kristinn Sigurjónsson ............ 1970-1983
Eggert Kristmundsson ............. 1983-1985
Haraldur Finnsson ................ 1985 og síðan