Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 33
BREIÐFIRÐINGUR
31
Jón Emil Guðjónsson fyrrv. framkv.stj.
Breiðfirðingar brugðust ekki
(Útdráttur úr ræðu, er haldin var á 40 ára hátíðarsamkomu Breiðfirðinga-
félagsins. Eins og kunnugt er var Jón Emil formaður félagsins á þeim tíma
er hér ræðir um, sem jafnframt voru blómaár þess.)
...Þáerég kominn að því máli, sem flestir munu telja lang-
stærsta félagslega og fjárhagslega átakið, sem Breiðfirðinga-
félagið hefur lagt út í. Á ég hér við svonefnt húsmál félags-
ins.
Vert væri að rekja sögu þessa máls allýtarlega. Til þess er
þó ekki tími hér. Ég get aðeins stiklað á nokkrum megin-
atriðum.
Á félagsfundi 9. mars 1944 var samþykkt samhljóða tillaga
um þetta mál frá þáverandi félagsformanni. Samkvæmt til-
lögunni er félagsstjórn falið að velja 9 menn í nefnd til að
athuga möguleika til þess að Breiðfirðingafélagið eignist
húsnæði fyrir starfsemi sína. Nefndin skal sérstaklega
athuga, hvort ekki væri hægt að fá nægilega marga Breiðfirð-
inga ásamt Breiðfirðingafélaginu til að mynda hlutafélag til
að kaupa hagkvæmt húsnæði í þessu augnamiði.
Nefndin var valin og tók strax til starfa. - Og nú verð ég
enn að gera langa sögu stutta. Á næstu mánuðum og
misserum var unnið í félaginu af mikilli atorku og eindrægni
að framgangi þessa máls.
Fest voru kaup á húseign við Skólavörðustíg, sem síðar
var nefnd Breiðfirðingabúð, og unnið kappsamlega að fjár-
söfnun til kaupanna. Ég skal í hreinskilni játa það, að ég
gerði mér ekki nema að litlu leyti ljóst fyrirfram, hversu
þarna var um tröllvaxið átak að ræða.
Fátækt félag lagði út í fasteignakaup, sem útheimtu á til-
tölulega skömmum tíma útlagt fé, er nam á aðra milljón