Breiðfirðingur - 01.04.1988, Side 34
32
BREIÐFIRÐINGUR
króna. Þeir, sem þekkja ekki nema peningaflóð verðbólg-
unnar, eiga sjálfsagt erfitt með að skilja, hversu þarna var
raunverulega í mikið ráðist. Þótt merkilegt megi teljast urðu
ekki deilur í félaginu um þetta mál, a.m.k. ekki teljandi.
Auðvitað sýndist mönnum þó sitthvað um verð áður-
nefndrar húseignar og hversu hyggileg kaupin hefðu verið.
Þetta lenti eðlilega talsvert á mér persónulega sem þáver-
andi formanni. Ég veit, að þeir voru til sem álitu að ég væri
meir en lítill afglapi í fjármálum og kannske hafa þeir haft
eitthvað til síns máls. Ég man að einn maður sagði við mig
þegar rætt var um kaupin á Breiðfirðingabúð: „Eitt er alveg
víst í þessu máli, þið getið aldrei selt þessa eign jafndýrt og
þið keyptuð hana“, - en kaupverðið var rétt um ein milljón.
Einn góður Dalamaður stoppaði mig á götu og sagði við
mig: „Hvað heldurðu að hann pabbi þinn segi þegar hann
fréttir um kaupin á Breiðfirðingabúð?“ Ég skal játa það, að
ég var ekkert hrifinn af þessari spurningu, en sleppum því. -
Eitt get ég ekki stillt mig um að nefna. - Ég gat ekki verið
heppnari en ég var með samstarfsfólkið í félagsstjórninni.
Það var allt hvert öðru betra og taldi ekki eftir sér óvenju-
lega mikil og erfið félagsstörf.
Og baráttan hélt áfram - baráttan fyrir því að hægt væri að
halda húseigninni, en stundum var tæpt á að það tækist. Og
ég leyfi mér að segja að hún hafi þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
- gengið vel.
Breiðfirðingar brugðust ekki. Margir sýndu mikla fórnfýsi,
bæði með vinnu og fjárframlögum. - Ég vildi gjarnan geta
rakið þessa baráttusögu nánar en það yrði of langt mál. Fátt
er mér þó hugstæðara frá þessum tíma heldur en þeir góðu
félagar, sem ég kynntist í þessu sambandi og hjálpuðu svo
vel og af svo mikilli óeigingirni og sýndu svo mikinn félags-
þroska. Ég nefni aðeins þessi nöfn, sem nú koma í huga mér
og öll eru í hópi þeirra, sem héðan eru farin: Snæbjörn G.
Jónsson, Anna Friðriksdóttir, Jón Guðjónsson frá Litlu-
Brekku, séra Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Ólafur Jóhannesson, Magnea Halldórsdóttir og Guðrún