Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 36
34
BREIÐFIRÐINGUR
(1978). Eftir því sem ég veit best á enginn Breiðfirðingur að
baki jafnlangt starf í þágu félagsins og Óskar. Við þökkum
honum innilega og vonum að mega njóta starfskrafta hans
enn um langa hríð.
En nú er ekki óeðlilegt, góðir áheyrendur, að þið spyrjið
- hvað um framtíð Breiðfirðingabúðar? Hvað um framtíðar-
húsmál félagsins? Ég get aðeins reynt að svara þessari spurn-
ingu persónulega sem óbreyttur félagsmaður. Sumir álíta
kannske að þetta mál, þessi hugsjón um félagsheimili Breið-
firðinga - sé runnin út í sandinn, eða muni gera það. Ég er
á annarri skoðun. Ég minni á að Breiðfirðingafélagið er nú
mjög nærri því að verða einkaeigandi Breiðfirðingabúðar,
eins og alltaf var ætlunin að það yrði þegar fjárhagsleg geta
þess leyfði. Félagið er sennilega með ríkari átthagafélögum
hér í höfuðstaðnum. - En það er auðvitað ekki nóg. Það
myndi kosta ekki aðeins mikið félagslegt átak, heldur einnig
margar milljónir króna, ef félagið ætlaði að koma upp eitt
sér nýrri Breiðfirðingabúð. Þessar milljónir, sem til þyrfti, á
félagið ekki í peningum, en það á þær með öðrum hætti - í
gömlu Breiðfirðingabúð og því, sem henni fylgir. Hún er á
einu dýrasta landssvæði höfuðborgarinnar, sem verðbólgan
hækkar í verði ár frá ári. Og nú má spyrja: Eru það of miklir
draumórar að láta sér detta í hug, að félagið geti einhvern-
tíma fyrir 50 ára afmælið hagnýtt sér þessa eign, þannig,
e.t.v. í samvinnu við aðra aðila - að draumurinn um veglegt
framtíðarfélagsheimili verði að veruleika? Ég held ekki. Og
væri það ekki kjörin afmælisósk okkar félagsmanna, félag-
inu til handa og raunar allra góðra Breiðfirðinga, að þetta
mætti að takast? Ánægjulegt væri, að við gætum öll verið
sammála um það.