Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 36

Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 36
34 BREIÐFIRÐINGUR (1978). Eftir því sem ég veit best á enginn Breiðfirðingur að baki jafnlangt starf í þágu félagsins og Óskar. Við þökkum honum innilega og vonum að mega njóta starfskrafta hans enn um langa hríð. En nú er ekki óeðlilegt, góðir áheyrendur, að þið spyrjið - hvað um framtíð Breiðfirðingabúðar? Hvað um framtíðar- húsmál félagsins? Ég get aðeins reynt að svara þessari spurn- ingu persónulega sem óbreyttur félagsmaður. Sumir álíta kannske að þetta mál, þessi hugsjón um félagsheimili Breið- firðinga - sé runnin út í sandinn, eða muni gera það. Ég er á annarri skoðun. Ég minni á að Breiðfirðingafélagið er nú mjög nærri því að verða einkaeigandi Breiðfirðingabúðar, eins og alltaf var ætlunin að það yrði þegar fjárhagsleg geta þess leyfði. Félagið er sennilega með ríkari átthagafélögum hér í höfuðstaðnum. - En það er auðvitað ekki nóg. Það myndi kosta ekki aðeins mikið félagslegt átak, heldur einnig margar milljónir króna, ef félagið ætlaði að koma upp eitt sér nýrri Breiðfirðingabúð. Þessar milljónir, sem til þyrfti, á félagið ekki í peningum, en það á þær með öðrum hætti - í gömlu Breiðfirðingabúð og því, sem henni fylgir. Hún er á einu dýrasta landssvæði höfuðborgarinnar, sem verðbólgan hækkar í verði ár frá ári. Og nú má spyrja: Eru það of miklir draumórar að láta sér detta í hug, að félagið geti einhvern- tíma fyrir 50 ára afmælið hagnýtt sér þessa eign, þannig, e.t.v. í samvinnu við aðra aðila - að draumurinn um veglegt framtíðarfélagsheimili verði að veruleika? Ég held ekki. Og væri það ekki kjörin afmælisósk okkar félagsmanna, félag- inu til handa og raunar allra góðra Breiðfirðinga, að þetta mætti að takast? Ánægjulegt væri, að við gætum öll verið sammála um það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.