Breiðfirðingur - 01.04.1988, Síða 37
BREIÐFIRÐINGUR
35
Ástvaldur Magnússon
Breiðfirðingakóriim
Fljótlega eftir stofnun Breiðfirðingafélagsins var á vegum
þess stofnaður blandaður kór er hlaut nafnið Breiðfirðinga-
kórinn. Engar gjörðabækur virðast hafa verið skráðar um
formlega stofnun kórsins, en eftir því sem næst verður kom-
ist mun starfsemin hafa hafist á árinu 1939.
Aðalhvatamenn að stofnun kórsins voru þeir Guðbjörn
Jakobsson og Davíð Ó. Grímsson, svo og formaður félags-
ins, Guðmundur Jóhannesson. Þeirn hefur vafalaust verið
ljóst félagslegt gildi slíkrar starfsemi því fátt er það í mann-
legu samfélagi sem vekur rneiri gleði og góðan félagsanda en
söngurinn, sem og önnur tónlist, og af nægu er að taka í
þeim efnum, sem hentar bæði leikum og lærðum.
Fyrsti söngstjóri kórsins var Axel Magnusen, ættaður frá
Tjaldanesi í Saurbæ. Mun kórinn hafa átt í nokkrum erfið-
leikum í fyrstu með að ná árangri. Ekki vantaði þó áhuga
söngstjórans, en val á söngfólki var meira bundið við það
eitt að vera Breiðfirðingur en söngmaður. Axel mun aðeins
hafa stjórnað kórnum fyrstu 2-3 árin, en lét þá af störfum að
eigin ósk, en við það skapaðist nokkurt vandamál því ekki
var svo auðvelt að fá söngstjóra til ólaunaðra starfa hjá kór,
sem að sjálfsögðu stefndi ekki á neina framabraut í sönglist-
inni. En þá var það einn kórmanna, sem síðar verður getið
hér, sem taldi sig geta útvegað söngstjóra, sem reyndar væri
ekki úr röðum Breiðfirðinga. Var tækifærið gripið strax, sem
síðar kom í Ijós að varð mikið gæfuspor.
Flinn nýi söngstjóri var Gunnar Sigurgeirsson, píanóleik-
ari, ættaður úr Bárðardal í Þingeyjarsýslu og var hann því
ókunnugur flestum Breiðfirðingum. En það stóð ekki lengi