Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 41
BREIÐFIRÐINGUR
39
Stjórn Breiðfirðingakórsins 1945:
Frá v. Davíð Ó. Grímsson, Ást-
hildur Kolbeins og Sigurður
Guðmundsson.
Einsöngvarar Breiðfirðingakórsins
um langt árabil, þau Kristín Ein-
arsdóttir og Haraldur Kristjánsson
Bcr þar hæst söngferð sem farin var í júnímánuði 1945, um
Jónsmessuleytið, en þá voru haldnir hljómleikar á 5 stöðum
við Breiðafjörð: í Búðardal, Saurbæ, Berufirði, Flatey og
Stykkishólmi. Var ferðin farin í samvinnu við Breiðfirðinga-
félagið og með þátttöku nokkurra forustumanna þess. Þótti
mörgum mikil reisn yfir félaginu þegar ræstar voru 3 rútur,
fullar af syngjandi fólki, sem hélt áleiðis heim til ættingja og
vina við Breiðafjörð til að flytja þeim list sína. Fararstjóri í
þessari ferð var Jón Emil Guðjónsson, þá formaður Breið-
firðingafélagsins.
Svo litrík og skemmtileg var þessi ferð, sem tók 3 daga, að
hún væri verðugt verkefni í ferðasögu til birtingar í máli og
myndum. Kórinn var um þetta leyti eins og hann bestur
varð. Vel búinn söngfólki og vel æfður. Einsöngvarar með
kórnum í þessari ferð voru þau Kristín Einarsdóttir, ættuð
úr Breiðafjarðareyjum og Flaraldur Kristjánsson, ættaður
frá Ketilsstöðum í Hörðudal. Voru báðar þessar raddir mjög
frambærilegar með hvaða kór sem var og kórfélagarnir voru
stoltir af einsöngvurum sínum. Kristín var um árabil ein-