Breiðfirðingur - 01.04.1988, Page 47
BREIÐFIRÐINGUR
45
Jón Sigtryggsson
Héraðssaga Dalasýslu
Þess hefur verið farið á leit við mig, að ég rifji upp hugmynd-
ina og aðdragandann að útgáfu Héraðssögu Dalasýslu, er
Breiðfirðingafélagið hugðist beita sér fyrir. Ég hef fallist á
að tína til og raða saman brotum þeim, er enn geymast í
minningunni, en margt er falið gleymskunni, eins og vænta
má eftir nær hálfa öld.
Hugmynd að útgáfu nákvæmrar sögu héraðanna við
Breiðafjörð mun hafa komið fram á fyrstu árum Breiðfirð-
ingafélagsins. Eitt helsta stefnuskrármál þess, þegar það var
stofnað hinn 17. nóv. 1938, var einmitt að láta rita og gefa út
sögu þessara héraða. En áður en félagið hófst handa, hafði
Vestfirðingafélagið hafið útgáfu á héraðssögu Vestfjarða.
Þeirri sögu var ætlað að ná yfir allan Vestfjarðakjálkann og
þar með Barðaströndina og eyjarnar, sem henni fylgja. Um
líkt leyti hóf Félag Snæfellinga í Reykjavík að undirbúa
útgáfu héraðssögu Snæfellsness. Dalasýsla var því eina hér-
aðið á félagssvæði Breiðfirðingafélagsins, þar sem enn var
ekki hafin undirbúningur að útgáfu ítarlegrar sögu héraðs-
ins.
Ég minnist þess, að hugmyndin um slíka útgáfu var meðal
þess fyrsta, sem ég heyrði talað um, þegar ég gekk í félagið á
öndverðum vetri 1941-1942. Málið var lagt formlega fram á
almennum fundi í félaginu hinn 12. nóv. 1942 að undirlagi
stjórnarinnar. Framsögumaður var Jón Emil Guðjónsson frá
Kýrunnarstöðum, síðar formaður félagsins. Hann gerði
glögga grein fyrir brýnni þörf á vandaðri útgáfu á sögu Dala-
sýslu. Taldi hann, að slík útgáfa þyrfti að vera bæði fróðleg
og gagnleg lýsing á Iífi og starfi kynslóðanna, sem byggt hafa