Breiðfirðingur - 01.04.1988, Qupperneq 49
BREIÐFIRÐINGUR
47
Dr. Porkell Jóhannesson, prófessor, síðar rektor Háskóla
íslands, mætti á næsta fundi að beiðni nefndarinnar og gaf
hann mörg góð ráð varðandi skipulag útgáfunnar. Pegar
málið hafði verið rætt vítt og breitt, m.a. á grundvelli feng-
innar reynslu annarra samtaka, er fengist höfðu við svipaðar
útgáfur, var samþykkt, að aðalþættir ritsins yrðu þrír og með
þeim hætti, er nefndin hafði rætt á fyrri fundinum. Á þeim
grunni byggði nefndin störf sín eftir það.
Nefndarmönnum var ljóst þegar í upphafi, að veigamikill
þáttur í starfi nefndarinnar hlaut að vera að afla nægilegs
fjár til þess að standa straum af útgáfunni. Þeim var ljóst, að
jafnviðamikið verk og hér var stefnt að hlaut að kosta mikið
fé. Menn töldu að vísu, að kostnaðurinn mundi fást endur-
greiddur að einhverju leyti, þegar sala hæfist á ritinu en sölu-
verðið myndi, að öllum líkindum, skila sér seint og sennilega
yrði að selja ritið undir kostnaðarverði. Nefndin var því ein-
huga að vinna að því að safna nægilegu fé áður en 1. bindi
ritsins kæmi út til þess að greiða kostnað við það. í jrví skyni
sendi hún út söfnunarlista og lét dreifa þeim meðal fjöl-
margra Dalamanna í Reykjavík og annarra Breiðfirðinga
þar. Ennfremur voru þeir sendir héraðsnefnduin, sem
kjörnar voru í hreppunum í Dalasýslu.
Á fyrsta fundi sínum ræddi nefndin um að leita aðstoðar
heima í héruðunum vestra. Var ákveðið að fá kosnar þriggja
manna nefndir í hverjum hreppi Dalasýslu, sem yrðu nefnd-
inni hér til aðstoðar og hægri hönd við þau verkefni, sem
leysa þurfti af hendi þar vestra. Samkvæmt tilmælum nefnd-
arinnar voru þessir nefndarmenn valdir þannig, að hrepps-
nefnd valdi einn mann og var hann formaður, en ungmenna-
félag og kvenfélag völdu sinn manninn hvort, þar sem slík
félög voru starfandi.
Þessum tilmælum var yfirleitt vel tekið og voru nefndirnar
fljótlega fullskipaðar og tóku þegar til starfa. Peim var öllum
send erindisbréf þar sem lýst var þeim verkefnum, sem þeim
var ætlað að leysa af hendi og hvernig æskilegt væri að vinna
að þeim. En það voru einkum eftirfarandi þrjú mál: